Heldur mildari tónn peningastefnunefndar

Heldur mildari tónn peningastefnunefndar

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í morgun að halda meginvöxtum bankans óbreyttum og eru því vextir á 7 daga bundnum innlánum bankans enn 5,75%. Það var í takt við spár greiningaraðila og þá staðreynd að verbólguhorfur hafa batnað ef eitthvað er frá útgáfu síðustu Peningamála. Betri verðbólguhorfur endurspeglast einnig í yfirlýsingu peningastefnunefndar en hún var nokkuð mildari nú en áður. Tekur nefndin fram að líklega þurfi að auka taumhald peningastefnunnar á næstunni en undanfarnar yfirlýsingar hafa gert ráð fyrir að auka taumhaldið án þess að blanda vangaveltum um líkur þar inn í. Einnig kom á óvart lækkun bindiskyldunnar úr 4% í 2,5% og virðist sem uppgjör slitabúanna gangi greiðar fyrir sig en áður var áætlað og hafi að undanförnu sett þrýsting á bankakerfið hvað lausafjárkvaðir varðar. Það var því ákvörðun peningastefnunefndar að lækka bindiskylduna enda leita lausar krónur í eigu slitabúanna úr bankakerfinu í kjölfar nauðasamninga.

Sjá nánar 091215_Obreyttir_styrivextir_des.pdf