Spáum 0,2% hækkun vísitölu neysluverðs

Spáum 0,2% hækkun vísitölu neysluverðs

Við spáum að verðlag í desember, mælt sem vísitala neysluverðs (VNV), hækki um 0,2% frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir lækkar ársverðbólgan úr 2,0% í 1,9%. Verðbólguþrýstingurinn er lítill um þessar mundir og töluvert minni en gert var ráð fyrir í haust. Á síðasta ársfjórðungi spáum við 1,9% ársverðbólgu að meðaltali og á fyrsta ársfjórðungi næsta árs áætlum við 2,0% verðbólgu. Verðbólgan mun því ekki nálgast verðbólgumarkmið fyrr en vel er komið inn á næsta ár. Helstu liðir sem hækka í desember eru flugfargjöld til útlanda (+0,21% áhrif á VNV) og húsnæðisliðurinn (+0,14% áhrif á VNV). Á móti vegur að eldsneyti lækkar í verði (-0,07% áhrif á VNV) ásamt fötum og skóm (-0,06% áhrif á VNV). Aðir liðir hreyfast minna. Hagstofa Íslands birtir mælingu á vísitölunni þriðjudaginn 22. desember nk..

Sjá nánar 111215_Verdbolga_des.pdf