Verðgægir kemur til byggða - hvað kostar jólamaturinn?

Verðgægir kemur til byggða - hvað kostar jólamaturinn?

Það geta væntanlega flestir landsmenn tengt við þetta textabrot Braga Valdimars Skúlasonar, enda jólahátíðin matarhátíð mikil í hugum margra. Þá nýta margir hverjir tækifærið og gera vel við sig í mat og drykk, og svigna stofuborðin undan alls kyns kræsingum er prýða yfirleitt aðeins matseðla í desember, s.s. hangikjöti og hamborgarhrygg. Hin miklu matarinnkaup kosta að sjálfsögðu sitt og er pyngjan léttari og fjárhirslurnar grynnri þegar loks er búið að byrgja sig upp fyrir jólin. En hver er matarkostnaðurinn og hvernig hefur hann tekið breytingum milli ára? Til að svara þessari spurningu fór Greiningardeild á stúfana, fór yfir auglýsingar í blöðum og bæklingum og tók saman einfalda jólamatarkörfu. 

 Sjá umfjöllun í heild sinni: Jólamatur.pdf