Aukinn innflutningur – hvar er íbúðafjárfestingin?

Aukinn innflutningur – hvar er íbúðafjárfestingin?

Utanríkisviðskipti hafa aukist talsvert á árinu sem senn er á enda. Á breytilegu gengi nemur aukning vöruinnflutnings 10,6% en vöruútflutnings 6,8% á milli ára í janúar-nóvember. Nær allir liðir innflutnings hafa vaxið á árinu sem endurspeglar aukna eftirspurn í hagkerfinu. Á árinu hefur eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði aukist umtalsvert og fyrirséð að hún muni aukast á næstu árum. Þrátt fyrir það hefur íbúðafjárfesting dregist saman á árinu skv. bráðabirgðatölum, er það mögulegt?

 Sjá nánar: 171215_innflutningur-fjárfesting.pdf