Vísitala neysluverðs hækkar um 0,33% í desember

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,33% í desember

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,33% milli mánaða í desember og ársverðbólgan stóð í stað í 2,0%. Spár greiningaraðila lágu á bilinu 0,2% til 0,3% en við spáðum 0,2% hækkun verðlags milli mánaða. VNV án húsnæðis hækkaði um 0,3% milli mánaða og mælist árstakturinn 0,4%. Næstu mánuði gerum við ráð fyrir að ársverðbólgan verði í kringum 2% og leiti jafnvel niður í 1,7% í mars. Meðalverðbólga á fyrsta ársfjórðungi 2016 yrði þá 2,0% og er það töluvert undir spá Seðlabankans í Peningamálum, sem gefin voru út í nóvember. Líkt og áður er það lækkun bensínverðs og styrking krónunnar sem heldur aftur af verðbólguþrýstingi og er ólíklegt að verðbólgan fari hækkandi fyrr en vel er liðið á næsta ár.

Sjá nánar 221215_Verdbolga_des-mæling.pdf