Hvað einkennir stærstu atvinnugreinar á Íslandi?

Hvað einkennir stærstu atvinnugreinar á Íslandi?

Fyrirtækjatölfræði á Íslandi fer sífellt batnandi og í síðasta mánuði birti Hagstofan nýja tölfræði um stærð og rekstur fyrirtækja eftir atvinnugreinum (fyrir utan landbúnað, fjármálastarfsemi og opinbera geirann) sem er samanburðarhæf við önnur Evrópulönd. Við hyggjumst gefa út evrópskan samanburð seinna í mánuðinum, en fyrst ætlum við að skoða hvað einkennir atvinnugreinar á Íslandi, með áherslu á atvinnugreinar sem veltu yfir 30 milljörðum króna árið 2014 en samtals standa þær greinar beint undir um helmingi landsframleiðslunnar.

Sé horft til veltu, eða rekstrartekna, er hún lang mest í heildverslun eða um 632 ma.kr. sem er nær tvöfalt meira en í sjávarútvegi og smásöluverslun sem koma næst á eftir. Þessi mikli munur á milli heild- og smásölu skýtur skökku við en líklega er einhver útflutningur í heildverslun, t.d. falla fiskmarkaðir undir þann flokk. Vinnsluvirði á þáttavirði, eða tekjur að frádregnum aðfangakaupum sem er mælikvarði á virðisauka, er hæst í fiskveiðum- og vinnslu (151 ma.kr.). Verslun skilar einnig talsverðum heildarvirðisauka, enda mjög umfangsmikil. Hvort tveggja veitur, sem raforkufyrirtæki falla undir, og framleiðsla málma, sem áliðnaðurinn fellur undir, skapa mikinn virðisauka, eða samtals 138 ma.kr.

Sjá nánar: 120116_fyrirtæki.pdf