Spáum 0,8% lækkun vísitölu neysluverðs í janúar

Spáum 0,8% lækkun vísitölu neysluverðs í janúar

Við spáum því að vísitala neysluverðs (VNV) lækki um 0,8% milli mánaða í janúar. Gangi spáin eftir lækkar ársverðbólgan úr 2,0% í 1,9%. Verðbólguhorfur til skemmri tíma hafa batnað undanfarið og stafar það af frekari lækkun hrávöru á alþjóðamörkuðum, styrkingu krónunnar milli mánaða og lakari efnahagshorfa á alþjóðavísu. Það eru því líkur á að innfluttar vörur haldi áfram að lækka í verði á næstu mánuðum. Við spáum því að verðbólgan taki þó við sér á haustmánuðum eða í byrjun næsta árs sem nokkuð seinna en spár hafa almennt gert ráð fyrir.

Sjá nánar 150116_Verdbolga_jan.pdf