Nýsköpun og tækni fara á flug

Nýsköpun og tækni fara á flug

Með tilkomu snjalltækja, auknum tækniframförum, nettengingum nær hvar sem er í heiminum og öðrum áhrifaþáttum hefur fjárfesting í nýsköpun, einkum á sviði hugbúnaðar og ýmiss konar tækni, stóraukist. . Ísland er ekki undanskilið þessari þróun enda hefur aðsókn í nám í tölvunarfræði og svipuðum greinum aukist mikið á síðustu árum. Ef marka má fjölmiðlaumfjöllun og almenna umræðu er nýsköpunar- og tæknigeirinn hér á landi í mikilli sókn. Ef marka má þau takmörkuðu haggögn sem eru til staðar er það veruleikinn. Uppgangurinn birtist m.a. í aukinni veltu, meiri vexti umsvifa en í flestum öðrum atvinnugrinum og aukinni fjármögnun í nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum.

Sjá nánar: 190116_nyskopun.pdf