Hvað segja kommóður og hamborgarar um raungengi krónunnar?

Hvað segja kommóður og hamborgarar um raungengi krónunnar?

 Hægt er að meta raungengi á milli tveggja myntsvæða með því að bera saman hvað einsleit vara kostar á báðum stöðum eftir að leiðrétt hefur verið fyrir nafngengi gjaldmiðlanna. Þessi einfalda hugmynd er undirstaðan að svokallaðri Big Mac vísitölu sem breska vikublaðið The Economist birtir og Greiningardeild hefur áður fjallað um. Í stuttu máli þá byggir vísitalan á lögmálinu um eitt verð; þar sem Big Mac hamborgarinn er einsleit vara ætti hann að kosta það sama hvar sem er í heiminum. Ef þetta lögmál heldur ekki er litið svo á að gjaldmiðlarnir séu rangt skráðir gagnvart hvor öðrum. Þetta er vitaskuld mikil einföldun á raunveruleikanum þar sem ekki er tekið tillit til flutningskostnaðar, viðskiptakostnaðar, viðskiptahindrana og sérkenna hvers svæðis, svo lítið eitt sé nefnt, en engu að síður áhugaverð æfing.

Sjá nánar: 210116_Raungengi.pdf