Íslenskt atvinnulíf í norrænum samanburði

Íslenskt atvinnulíf í norrænum samanburði

Hvernig líta íslenskar atvinnugreinar út í samanburði við Norðurlöndin og Evrópu? Fyrir stuttu skoðuðum við hvað einkennir stærstu atvinngreinar á Íslandi þar sem misjafnt eðli atvinnugreina og mismikið vægi þeirra í hagkerfinu kom bersýnilega í ljós. Með hliðstæðum gögnum frá 2013 er hægt að skoða íslenskt atvinnulíf (fyrir utan landbúnað, fiskveiðar, fjármálageirann og hið opinbera) í samanburði við Norðurlöndin og Evrópu. Það sem helst vekur athygli okkar er eftirfarandi:

- Mikilvægi ferðaþjónustu auk raforku- og veitustarfsemi er meira en annars staðar. Einkum sker veitustarfsemi sig úr, þar sem virðisauki er hlutfallslega mjög mikill.
- Vergur rekstrarafgangur var að mestu hlutfallslega svipaðar og annars staðar á Norðurlöndunum árið 2013.
- Laun á Íslandi, óleiðrétt fyrir vinnutíma en leiðrétt fyrir mismunandi verðlagi, voru 22% lægri en í Noregi árið 2013.
- Íslensk fyrirtæki eru fremur smá ef horft er til fjölda starfsmanna.

 
Sjá nánar: 270116_fyrirtaeki-evropskur-samanburdur.pdf