Verðlag lækkar um 0,58% í janúar

Verðlag lækkar um 0,58% í janúar

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,58% milli mánaða í janúar og mælist ársverðbólga nú 2,1%. Þegar horft er framhjá búvöru, grænmeti, bensíni og ýmsum innfluttum vörum mælist kjarnaverðbólga 1 nú 2,5%. Áfram er útlit fyrir litla verðbólgu næstu misseri, þrátt fyrir miklar launahækkanir, og í kjölfarið má vænta meiri kaupmáttaraukningar en sést hefur í áratugi eða síðan 1998. Helstu undirliðir sem lækkuðu voru föt og skór (-0,57% áhrif á VNV) og húsgögn og heimilisbúnaður (-0,30% áhrif á VNV). Á móti hækkaði húsnæðisliðurinn (+0,22% áhrif á VNV) og matarkarfan (+0,08% áhrif á VNV). Helst kom á óvart að flugfargjöld til útlanda hækkuðu þvert á flestar spár (+0,04% áhrif á VNV).

Sjá nánar 280116_Verdbolga_jan.pdf