Spáum óbreyttum stýrivöxtum

Spáum óbreyttum stýrivöxtum

Næstkomandi miðvikudag, þann 10. febrúar, verður birt vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. Við teljum einsýnt að nefndin haldi vöxtum óbreyttum líkt og í desember. Enn er verðbólga undir markmiði og höfum við fært niður verðbólguspá okkar fyrir næstu mánuði. Þó kraumar enn verðbólguþrýstingur undir niðri vegna framleiðsluspennu og launahækkana, sem lækkun hrávöruverðs, lítil innflutt verðbólga og sterkari króna hafa haldið niðri. 

Peningastefnunefndin mun hafa í huga að meginvextir eiga væntanlega enn eftir að færast nær miðju vaxtagangsins þegar laust fé fer úr bankakerfinu í aðdraganda losunar fjármagnshafta. Að okkar mati gæti það orðið ígildi 75 punkta vaxtahækkunar með vorinu. Við reiknum með því að peningastefnunefnd bíði með breytingu á vöxtum þar til gjaldeyrisútboðið er afstaðið og áhrif þess á laust fé í bankakerfinu liggur fyrir. Í lok sumars og í haust reiknum við svo með samtals 50 punkta hækkun.

Sjá nánar: 030216_Stýrivaxtaspá_feb.pdf