Íslensk matvælaframleiðsla

Íslensk matvælaframleiðsla

Greiningardeild birtir nú nýja úttekt á íslenskri matvælaframleiðslu með sérstakri áherslu á landbúnað. Fjallað er t.d. um hagþróun í landbúnaði, fiskeldi, útflutning landbúnaðarafurða og neyslumynstur matvæla. Loks er horft inn í kristalskúluna og litið til framtíðar: Munum við sjá lóðréttan landbúnað og hamborgara ræktaða á tilraunarstofu?

Sjá úttektina hér

Heimildir: Hagstofa Íslands, Greiningardeild Arion banka.

Efnisyfirlit:

 • Formáli (bls. 4)
 • Nokkur möguleg tækifæri að mati Greiningardeildar (bls. 5)
 • Ísland er matvælaframleiðandi – verðmætasköpun og umsvif (bls. 6)
 • Ýmis sérkenni íslensks landbúnaðar - þúsundþjalasmiðir með nægt vatn á hjara veraldar (bls. 12)
 • Opinber stuðningur í landbúnaði – mikill en minnkandi (bls. 23)
 • Fjárhagur landbúnaðar – fer batnandi þó fé fækki (bls. 31)
 • Mannkyninu fjölgar... – á Íslandi og í heiminum (bls. 40)
  •     ... og neyslumynstur breytist – meira grænmeti á matardisknum (bls. 46)
 • Íslenski matvælageirinn – framboð og eftirspurn (bls. 50)
  •     Kjötafurðir – lambakjötsþjóðin sólgin í alifugla- og svínakjöt (bls. 54)
  •     Mjólkurafurðir – breyttur lífstíll, breyttar afurðir (bls. 64)
  •     Grænmeti, ávextir, korn og kartöflur – aldrei verið vinsælla (bls. 72)
  •     Sjávarútvegur og fiskeldi – fiskútflutningur er ennþá ein meginstoð atvinnulífsins (bls. 78)
 • Framtíðin – hvað gera bændur þá? (bls. 86)