Ferðamannalandið Ísland: Draumaland eða Djöflaeyja?

Ferðamannalandið Ísland: Draumaland eða Djöflaeyja?

Við bjóðum til morgunfundar þriðjudaginn 20. september í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19.

Þar mun Greiningardeild Arion banka kynna árlega úttekt á ferðaþjónustu á Íslandi í fjórða sinn. Ný ferðamannaspá verður birt og fjallað um helstu áhættuþætti sem atvinnugreinin og hagkerfið standa frammi fyrir. Þá verður snert á fjárfestingarþörf í innviðum, bættri stöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu og þeirri spurningu velt upp hvar íslenska hagkerfið væri statt ef ekki hefði komið til fjölgunar ferðamanna. 

Dagskrá:

8:15 Léttur morgunverður
8:30 Fundur settur

    Ferðamannaflóðið heldur áfram
    Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í Greiningardeild

    Alltumlykjandi ferðaþjónusta
    Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur í Greiningardeild

    Uppbygging innviða: Hvar þarf að fjárfesta?
    Hrafn Steinarsson, sérfræðingur í Greiningardeild

9:30 Fundarlok

Allir velkomnir.

Skráning er hér