Hagspá 2016-2019: Fljúgum ekki of nálægt sólinni

Hagspá 2016-2019: Fljúgum ekki of nálægt sólinni

Greiningardeild kynnti í morgun nýja hagspá fyrir árin 2016-2019. Við gerum ráð fyrir kröftugum hagvexti í ár og á næsta ári, 4,7% og 5,2%, en að hægja taki á vextinum þegar fram í sækir. Sem fyrr verður hagvöxturinn drifinn áfram af einkaneyslu og fjárfestingu. Einkaneyslan mun draga vagninn, studd áfram af háu atvinnustigi og kaupmáttaraukningu. Sviðsmyndargreining sýnir að áframhaldandi styrking krónunnar mun leiða aukinnar innlendrar eftirspurnar, halla á viðskiptajöfnuði og minni hagvaxtar.

Krónan hefur styrkst um 15% á árinu, einkum á síðustu vikum. Að okkar mati er krónan allt að 10% sterkari en staðist getur til lengri tíma. Þó eru sterkar vísbendingar um að krónan muni styrkjast áfram á næstu mánuðum, sem mun að öllum líkindum grafa undan gengi hennar síðar.

Hér eru hlekkir á kynningarnar frá því í morgun:

Efnahagshorfur 2016-2019

Hversu sterk getur krónan orðið?

Heimildir: Hagstofa Íslands, Greiningardeild Arion banka