Hröð uppsveifla á húsnæðismarkaði

Hröð uppsveifla á húsnæðismarkaði

Húsnæði er stærsta eign flestra heimila en um leið stærsti útgjaldaliður þeirra. Húsnæðismarkaðurinn, nánar tiltekið íbúðamarkaðurinn, er því alltaf á radar Greiningardeildar og höfum við nú tekið saman stutta samantekt sem má finna hér að neðan. Mikil hreyfing er á markaðnum um þessar mundir og hefur verð hækkað sérstaklega hratt nú á seinni hluta ársins. Hækkun húsnæðisverðs hefur að mestu verið í takt við undirliggjandi hagstærðir. Íbúðafjárfesting hefur aftur á móti ekki fylgt undirliggjandi þróun nægilega vel síðustu misseri og ljóst að hún þarf að aukast nokkuð til að jafnvægi myndist á markaði.

 Hröð uppsveifla á húsnæðismarkaði

Heimildir: Hagstofa Íslands, Þjóðskrá Íslands, Greiningardeild Arion banka