Er Ísland uppselt?

Er Ísland uppselt?

Síðastliðinn föstudag fór fram málþing á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um sveitarfélög og ferðaþjónustu. Greiningardeild var þar með erindi undir yfirskriftinni „Er Ísland uppselt?“ þar sem rýnt var í nýjustu þróun og skyggnst inn í framtíðina ef spá sem birtist í ferðaþjónustuskýrslu Greiningardeildar rætist. Þá var einnig fjallað um innviðauppbyggingu, gjaldtöku, gengi krónunnar, gistirými o.fl. Erfitt er að segja til um hvort Ísland sé uppselt og líklega er svo ekki enda eru aðstæður um margt mjög góðar um þessar mundir. En í ljósi hraðrar gengisstyrkingar, hótelnýtingar, ónægrar innviðafjárfestingar og stöðunnar á húsnæðismarkaði er spurningin líklega réttmæt.

Meðfylgjandi eru glærur frá fundinum með smávægilegum viðbótum.

Skoða glærur 

Heimildir: Eurostat, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands, Greiningardeild Arion banka.