Hvernig hefur íslenska hagkerfið breyst á öldinni?

Hvernig hefur íslenska hagkerfið breyst á öldinni?

Frá aldamótum hafa lífsgæði á Íslandi batnað á flesta mælikvarða og hagkerfið að mestu leyti þróast til betri vegar. Eins og vanalega er erfitt að átta sig á því hvað framtíðin ber í skauti sér en engu að síður munum við gera tilraun til að leggja mat á það þegar við kynnum nýja hagspá okkar þann 29. mars nk. Að því tilefni er gagnlegt að skoða hvernig íslenska hagkerfið hefur þróast síðustu ár. Í þeim tilgangi ákváðum við að bera saman ýmsar hagtölur frá aldamótaárinu 2000, góðæristoppinum 2007 og svo síðasta ári þar sem hagvöxtur var 7,2%. Heilt yfir má segja að hagkerfið sé betur í stakk búið en oft áður til þess að takast á við niðursveiflur eða ytri áföll. Þar spila lægri skuldir heimila, fyrirtækja og þjóðarbúsins stóra rullu. Þá er ekki hægt að fjalla um efnahagsþróun síðustu ára án þess að minnast á hlut ferðaþjónustunnar, en fjöldi erlendra ferðamanna hefur sexfaldast frá aldamótum.

Skoða samantekt 

Heimild: Hagstofa Íslands