Samantekt um hlutabréf, arðgreiðslur, ávöxtun og áhuga Íslendinga og útlendinga

Samantekt um hlutabréf, arðgreiðslur, ávöxtun og áhuga Íslendinga og útlendinga

Útlit er fyrir að félög sem skráð eru á Aðallista Kauphallar Íslands greiði samtals um 16 ma.kr. í arð til hluthafa fyrir rekstrarárið 2016 sem er um 18% lækkun á arðgreiðslum frá árinu á undan. Séu kaup á eigin bréfum tekin með í myndina má áætla að greiðslur til hluthafa geti numið allt að 26 ma.kr. Heildargreiðslur munu því samsvara allt að 2,9% af samanlögðu markaðsvirði félaganna, en þegar einungis er horft á arðgreiðslur er hlutfall þeirra af markaðsvirði um 1,8%. Á sama tíma og arðgreiðslum fer lækkandi þá fækkaði einnig hluthöfum í skráðum félögum um 6% milli ára. Á móti kemur hafa fjárfestingar útlendinga á innlendum hlutabréfamarkaði aukist verulega á síðustu mánuðum, en frá ársbyrjun 2017 hafa erlendir fjárfestar komið með meiri fjármuni í skráð hlutabréf en allt árið 2016.

Skoða samantekt

Heimild: Ársreikningar, Greiningardeild Arion banka