Fimm ástæður fyrir því að krónan er of sterk

Fimm ástæður fyrir því að krónan er of sterk

 Að mati Greiningardeildar eru allar líkur á því að krónan sé orðin sterkari en hagkerfið ræður við til lengdar. Fyrir því teljum við vera fimm ástæður:

  1. Ísland er að líkindum dýrasta land í heimi
  2. Laun á Íslandi eru með því allra hæsta sem gerist
  3. Afkoma í útflutningsgreinum fer hratt versnandi
  4. Talsverður skammtímameðbyr með krónunni síðustu mánuði
  5. Krónan er líklega komin yfir jafnvægisraungengið

Er krónan þá að fara að veikjast? Nei líklega ekki mikið á næstunni, þvert á móti teljum við að til skemmri tíma sé hægfara styrking líklegri. Líkur á miklu gengisfalli eru einnig litlar. Við getum þó orðað það þannig að við teljum að líkurnar á því að krónan verði veikari eftir fimm ár vera meiri en líkurnar á því að hún verði sterkari.

Skoða greiningu 

Heimildir: OECD, Seðlabanki Íslands, Hagstofa Íslands Greiningardeild Arion banka.