Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í dag að lækka vexti um 0,25 prósentustig og standa því meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, í 4,5%. Ákvörðun nefndarinnar er í góðum takti við væntingar okkar en við höfðum spáð vaxtalækkun, einkum í ljósi nokkurrar gengisstyrkingar á milli funda. Gengi krónunnar, sem hingað til hefur verið rauði þráðurinn í gegnum yfirlýsingar nefndarinnar, fékk þó minna vægi en oft áður á meðan raunvextir fengu veigameira hlutverk.
Í yfirlýsingu peningastefnunefndar, sem að þessu sinni er í styttri kantinum, fjalla tvær setningar af þrettán, eða 15% yfirlýsingarinnar, um hækkun raunvaxta bankans á milli funda. Það sem einna helst vekur athygli okkar er eftirfarandi setning:
„Hækkun raunvaxta bankans frá síðasta fundi peningastefnunefndar felur hins vegar í sér nokkru meira aðhald en nefndin hafði stefnt að og telur nægilegt til þess að stuðla að verðstöðugleika.“
Þetta er nokkuð umbúðalausari framsetning en nefndin hefur birt að undanförnu og gefur vísbendingu um það raunvaxtastig sem horft er til við vaxtaákvarðanir. Seðlabankastjóri gaf þó ekki upp að svo stöddu hvað væri talið hæfilegt og nægilegt aðhald til þess að stuðla að verðstöðugleika er hann var inntur eftir því í dag á kynningarfundinum í dag.
Til að meta taumhald peningastefnunnar er horft til ýmissa mælikvarða, s.s. verðbólguvæntinga fyrirtækja, heimila og markaðsaðila til eins árs. Ef litið er á þær opinberu tölur sem birtar hafa verið á milli funda má sjá að taumhald peningastefnunnar hefur aukist nokkuð, eða að meðaltali um 0,4 prósentustig. Aðhaldstigið út frá neðangreindum mælikvörðum var því 2,9%, en í síðustu Peningamálum var aðhaldstigið metið að meðaltali 2,7% og voru vextir þá einnig lækkaðir um 25 punkta. Því má velta fyrir sér hvort nefndin telji að ásættanlegt taumhald miðað við stöðuna í hagsveiflunni sé nær 2%-2,5%.
Líkt og áður sagði fékk krónan talsvert minna vægi í yfirlýsingu peningastefnunefndar en oft áður. Sem dæmi var gengi krónunnar nefnt sex sinnum í síðustu yfirlýsingu en aðeins einu sinni í þessari. Líkt og kom fram í máli seðlabankastjóra á kynningarfundinum í dag var gengisstyrkingin á milli funda ekki ýkja mikil, krónan hefur veikst síðustu daga og nefndin lætur daglegar sveiflur í gengi krónunnar ekki trufla sig. Þrátt fyrir veikingu síðustu daga hefur krónan engu að síður styrkst um 1,9% á milli funda og er hún á sambærilegum stað og Seðlabankinn spáir að hún verði að meðaltali á næsta ári. Að öðru óbreyttu ætti það að leiða til batnandi verðbólguhorfa sem eykur svigrúm fyrir frekari vaxtalækkanir.
Óhætt er að segja að tónn peningastefnunefndar hafi mýkst til muna á síðustu mánuðum. Gengi krónunnar og aukin kjölfesta verðbólguvæntinga, sem og lítil alþjóðleg verðbólga, sveigjanleg framboðshlið hagkerfisins og batnandi verðbólguhorfur, hafa gert nefndinni kleift að viðhalda verðstöðugleika við lægra vaxtastig en áður. Er þetta þriðja yfirlýsingin í röð þar sem ekki er minnst á að spenna í hagkerfinu, eftirspurnarvöxtur eða aðstæður á vinnumarkaði kalli á varkárni við ákvörðun vaxta, heldur aðeins að: „Aðhaldsstig peningastefnunnar á komandi misserum mun ráðast af framvindu efnahagsmála og annarri hagstjórn.“
Líkt og við höfum áður fjallað um virðist sem að minnsta kosti hluti af peningastefnunefndinni sé kominn í vaxtalækkunarbuxurnar og á þeirri skoðun að lækka megi vexti nokkuð meiri án þess að það ógni stöðugleika. Þá hefur seðlabankastjóri oftar en einu sinni tala um að raunvaxtastig hafi líklega lækkað á Íslandi og að nefndin sé að stefna að mjúkri lendingu að nýju jafnvægi. Þetta kemur heim og saman við ákvörðun nefndarinnar um að lækka vexti að þessu sinni. Ef krónan gefur ekki eftir í sumar eða heldur áfram að styrkjast má gera ráð fyrir, að öðru óbreyttu, að verðbólgu verði minni en spá Seðlabankans gerir ráð fyrir. Þá hafa nýjustu verðbólgutölur ennfremur sýnt að undirliggjandi verðbólga er lítil og aðeins húsnæðisliðurinn sem er verðbólguhvetjandi að einhverju ráði. Teikn eru þó á lofti að húsnæðisverðhækkanir gætu temprast á næstu mánuðum og misserum. Af þeim sökum er ekki loku fyrir skotið að nefndin lækki vexti aftur í ágúst.
Greiningardeild Arion banka
Elvar Ingi Möller | Erna Björg Sverrisdóttir | Gunnar Bjarni Viðarsson | Þorsteinn Andri Haraldsson
Stefán Broddi Guðjónsson
forstöðumaður
Greiningardeild kynnti í morgun nýja hagspá fyrir árin 2018-2020. Farið er að hægja á hagkerfinu og við reiknum með að hagvöxtur verði milli tvö og þrjú prósent til 2020. Einkaneyslan mun draga...
Við spáum 0,25% hækkun á vísitölu neysluverðs í apríl sem er nokkurn veginn í takt við bráðabirgðaspá okkar sem hljóðaði upp á 0,3% sem síðast var uppfærð og birt í lok mars. Tólf mánaða taktur...
Marel er langstærsta félagið í Kauphöll Íslands, en markaðsverðmæti þess er um þriðjungur af verðmæti allra félaga á aðallista Kauphallarinnar. Í rúm 25 ár hafa hlutir í Marel eingöngu verið skráðir í...
Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,56% á milli mánaða í mars skv. nýbirtum tölum Hagstofunnar. Ársverðbólgan hækkaði þar með í 2,8%, úr 2,3% í febrúar. Verðbólguspár greiningaraðila voru á bilinu...
Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar kom líklega fáum á óvart, óbreyttir vextir í samræmi við spár. Yfirlýsing nefndarinnar er sömuleiðis stórtíðindalaus. Seðlabankinn notaði hins vegar tækifærið til...
Við spáum 0,45% hækkun á vísitölu neysluverðs í mars, sem er nokkurn veginn í takt við bráðabirgðaspá okkar sem síðast var uppfærð og birt í lok febrúar og hljóðaði upp á 0,4% hækkun. 12 mánaða taktur...
Næstkomandi miðvikudag verður vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans kynnt. Stutt er síðan nefndin kom síðast saman og hefur stóra myndin í efnahagsmálum lítið breyst; þjóðarskútan hefur hægt...
Fimmtán af þeim sextán félögum sem skráð eru á Aðallista Kauphallar Íslands hafa nú skilað ársuppgjörum sínum fyrir síðastliðið rekstrarár. Samhliða ársuppgjörum leggja stjórnir félaganna fram tillögu...
Viðskiptaafgangur við útlönd á fjórða ársfjórðungi 2017 var 2,8 ma.kr., sem er í senn bæði verulega minni afgangur en á sama tíma árið 2016 og minnsti afgangur á einstaka fjórðungi frá árinu 2014. Á...
Fyrir rétt rúmu ári síðan átti sér stað örlagaríkur atburður. Warren Beatty og Faye Dunaway voru að tilkynna heiminum hvaða kvikmynd hefði unnið Óskarsverðlaunin eftirsóttu það árið fyrir bestu...
Velkomin á vefsíðu Arion banka. Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn, geyma upplýsingar um stillingar o.fl. Sjá skilmála hér.