Utanríkisverslun í örsmáu hagkerfi

Utanríkisverslun í örsmáu hagkerfi

Greiningardeild hefur útbúið samantekt um utanríkisverslun á Íslandi um þessar mundir. Þar kemur meðal annars fram:

  • Þrátt fyrir að viðskiptaafgangur fari minnkandi er hann enn talsverður, eða um 11 ma.kr. á fyrsta ársfjórðungi.
  • Ferðaþjónustan ber uppi þjónustuútflutning en þar má sjá blikur á lofti – styrkingu krónunnar, samdrátt í neyslu hvers ferðamanns og styttri dvalartíma.
  • Á sama tíma ferðast Íslendingar sem aldrei fyrr til útlanda en um 15% landsmanna lagði land undir fót í maí.
  • Sé litið fram hjá sjómannaverkfalli er talsverður vöxtur í vöruútflutningi, aðallega sökum hærra álverðs og aukningar í fiskeldi.
  • Útflutningsverðlag í erlendri mynt hefur almennt þróast á hagstæðan hátt á meðan erlend verðbólga er lítil og olíuverð enn fremur lágt.
  • Innflutningur litast talsvert af auknum kaupmætti heimila og uppgangi í byggingageiranum.
  • Stóra spurningin næstu misserin er hvort að útflutningsgreinar geti staðið undir núverandi gengi krónunnar, en eins og við höfum áður fjallað um teljum við líklegra en ekki að krónan sé yfirverðlögð til lengri tíma.

Skoða greiningu 

Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands, Greiningardeild Arion banka.