Hvert fór sparnaðurinn?

Hvert fór sparnaðurinn?

  • Þjóðhagslegur sparnaður var ríflega 29% af vergri landsframleiðslu árið 2016 og hefur hann ekki verið meiri frá árinu 1965.
  • Þrátt fyrir að þjóðhagsreikningar bendi til aukins sparnaðar er að sjá frekar litla aukningu á innlánum og verðbréfaeign heimila.
  • Aukinn sparnaður heimila virðist fyrst og fremst felast í niðurgreiðslu skulda. Að greiða upp skuldir má líkja við því að heimilin kaupi sínar eigin skuldir. Það má kalla það trausta og nokkuð áhættulitla fjárfestingu sem eykur hreina eign jafn mikið og ef sparað væri með öðrum hætti.
  • Skuldir heimilanna sem hlutfall af landsframleiðslu eru enn að minnka, en ef horft er framhjá miklum hagvexti má sjá að lán til heimila hafa aðeins vaxið síðustu mánuði. Sú útlánaaukning er að langmestu leyti vegna íbúðalána.

Skoða greiningu 

Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands, Greiningardeild Arion banka.*Með undirliggjandi viðskiptajöfnuði þar sem tekið er tillit til fallinna fjármálafyrirtækja og Actavis.