Uppfærð hagspá: Mjúk lending í aðsigi?

Uppfærð hagspá: Mjúk lending í aðsigi?

Útlit er fyrir að áfram muni blása byrlega í segl íslensku þjóðarskútunnar og að yfirstandandi hagvaxtarskeið muni standi í a.m.k. níu ár. Við gerum ráð fyrir kröftugum hagvexti í ár, eða 5,3%, en að hægja taki á vextinum þegar fram í sækir. Þetta er lítið eitt minni vöxtur en við spáðum í mars, en munurinn felst fyrst og fremst í minni atvinnuvegafjárfestingu en áður var talið. Einkaneyslan verður ein helsta driffjöður hagvaxtarins, studd áfram af litlu atvinnuleysi og kaupmáttaraukningu, en einnig leggur þjónustuútflutningur hönd á plóg. Útlit er fyrir hóflegri verðbólgu út spátímann. 

Uppfærð hagspá: Mjúk lending í aðsigi? 

Heimildir: Hagstofa Íslands, Greiningardeild Arion banka.