Lágvaxtalandið Ísland: Hvenær kemur þú?

Lágvaxtalandið Ísland: Hvenær kemur þú?

Greiningardeild kynnti í morgun nýja greiningu á þróun vaxta á Íslandi. Undanfarin ár og áratugi hafa vextir og verðbólga lækkað á Vesturlöndum. Þessi þróun, sem margir klóra sér í kollinum yfir, hefur náð til Íslands að því leyti að verðbólga hefur sjaldan verið jafn lítil jafn lengi. Auk þess virðist sem Seðlabanki Íslands geti náð markmiði um verðstöðugleika með lægri raunvöxtum en áður. Ef við skoðum úr hverju nafnvextir eru almennt samsettir virðast flest rök hníga til umtalsvert lægri vaxta en við þekkjum sögulega. Þar vega þungt kraftar til lægri raunvaxta, lækkun verðbólguvæntinga og bætt ytri og innri staða þjóðarbúsins. Lægri vextir krefjast þó traustrar hagstjórnar en rétt er að nefna að slíkt markmið getur í sjálfu sér verið varasamt.

Skoða greiningu 

Heimildir: Hagstofa Íslands til 2001, Seðlabanki Íslands frá og með 2002, Greiningardeild Arion banka. *Eins langt og gögn ná til 2017