Hagspá 2018-2020: Varúð, brothætt!

Hagspá 2018-2020: Varúð, brothætt!

Greiningardeild kynnti í morgun nýja hagspá fyrir árin 2018-2020. Farið er að hægja á hagkerfinu og við reiknum með að hagvöxtur verði milli tvö og þrjú prósent til 2020. Einkaneyslan mun draga vagninn, á meðan íbúðafjárfesting og fjárfesting hins opinbera munu leggja hönd á plóg. Ferðaþjónustan vex áfram en mun hægar en áður, enda raungengið í hæstu hæðum. Þrátt fyrir spá um gengisveikingu verður krónan ennþá sterk og mun, ásamt kaupmáttaraukningu, styðja við áframhaldandi innflutningsvöxt. Verðbólga tekur að stíga og verður yfir markmiði Seðlabankans út spátímann.

Við væntum þess að frekari skref verði stigin til afnáms gjaldeyrishafta. Við teljum að lág eiginfjárstaða Seðlabankans skapi ekki vandamál. Verði tekin ákvörðun að auka eigið fé bankans er hætt við að það komi niður á vaxtakostnaði ríkissjóðs eða feli í sér ígildi vaxtahækkunar.

Forsendur fjármálaáætlunar hins opinbera í ágætum takti við okkar hagspá. Talsverðar líkur eru á því að opinberum fjármálum verði beitt til að ná sátt á vinnumarkaði. Framundan er endurskoðun peningastefnunnar og laga um Seðlabankann. Við eigum von á því að þar verði lögð aukin áhersla á markmið um stöðugt gengi og þjóðhagsvarúð.

Hér eru hlekkir á kynningarnar frá því í morgun:

Efnahagshorfur 2018-2020 

Spá um annað en hagspá 

Heimildir: Hagstofa Íslands, Greiningardeild Arion banka