Batnandi hagkerfi er best að lifa

Batnandi hagkerfi er best að lifa

Greiningaraðilar spá allir mjúkri lendingu hagkerfisins eftir öran vöxt síðustu ára. En af hverju ætti lendingin að vera mýkri núna en áður?
Hrein erlend staða þjóðarbúsins er jákvæð og Ísland er því lánveitandi til útlanda í fyrsta skipti í langan tíma. Þjóðhagslegur sparnaður er hár og gjaldeyrisforði Seðlabankans er töluvert stærri en fyrir efnahagshrun. Skuldastaða heimilanna er mun betri og bein gengisáhætta heimilanna nánast engin svo fátt eitt sé nefnt. Á móti kemur eru þó nokkrir óvissuþættir til staðar, eins og vinnumarkaðurinn, samkeppnishæfni Íslands, húsnæðismarkaðurinn og ferðamannaiðnaðurinn.

Skoða samantekt