Uppfærð hagspá: Sumri tekið að halla

Uppfærð hagspá: Sumri tekið að halla

Þrátt fyrir að sumri sé tekið að halla í íslensku efnahagslífi er enn bjart yfir. Enn mun þó reimt á Kili og verðbólguskuggar tilbúnir að lyftast og líða um. Við gerum ráð fyrir 3% hagvexti í ár og næsta ár, en að talsvert hægi á vextinum þegar líður undir lok spátímans. Heilt yfir hefur spáin tekið litlum breytingum frá því í apríl, enda voru niðurstöður fyrsta fjórðungs í góðu samræmi við væntingar. Mismuninn á spánum fyrir árið í ár má rekja til meiri atvinnuvegafjárfestingar en áður var talið en á móti vega lakari horfur í ferðaþjónustunni. Horfur eru á minni viðskiptaafgangi og verður hann hverfandi á síðari hluta spátímans. Einkaneyslan verður dráttarklárinn í hagvextinum, studd áfram af launahækkunum og litlu atvinnuleysi. Fjárfesting mun leggja hönd á plóg, sérstaklega íbúðafjárfesting, á meðan útflutningur tekur aftursætið. Verðbólgan mun stíga þegar fram í sækir.

Uppfærð hagspá: Sumri tekið að halla

Heimildir: Hagstofa Íslands, Greiningardeild Arion banka