Ekki sama laun og heildarlaun

Ekki sama laun og heildarlaun

Hagstofan hefur birt nýja vísitölu, þ.e. vísitölu heildarlauna, sem varpar nýju ljósi á launaþróun á Íslandi síðastliðin áratug. Gamla vísitalan sem mælir tímakaup reglulegra launa hefur hækkað um 90% á þessu tímabili á meðan að heildarlaunavísitalan hefur einungis hækkað um 77%. Þessi munur skýrist að miklu leyti af samdrætti í vinnutíma en meðalvinnutími starfandi fólks hefur dregist saman um tæpar þrjár klukkustundir á viku síðastliðinn áratug.

Ef litið er á hvernig þróun heildarraunlauna hefur verið milli geira þá hafa heildarraunlaun opinberra starfsmanna hækkað umfram almenna vinnumarkaðnum á hverju ári síðan 2014. Þessi umframhækkun skýrist af minni samdrætti í vinnutíma hjá opinberum starfsmönnum en öðrum og/eða hærri óreglulegum launagreiðslum.

Raunhækkun tímakaups reglulegra launa hefur verið langt umfram framleiðnivöxt og þá sérstaklega hjá opinbera geiranum. Raunlaun geta ekki vaxið umfram framleiðni til lengri tíma litið.

Skoða samantekt