Ferðamannalandið Ísland: Mjúk- eða magalending?

Ferðamannalandið Ísland: Mjúk- eða magalending?

 Greiningardeild kynnti í morgun árlega ferðaþjónustuúttekt sína. Helstu niðurstöður eru:

  • Umsvif íslensku flugfélaganna hafa mikið að segja um þróun fjölda og samsetningu ferðamanna hér á landi.
  • Flugfargjöld eru of ódýr og þau þurfa að hækka. Hækkun flugfargjalda gæti leitt til fækkunar ferðamanna, sérstakelga ef krónan helst áfram sterk.
  • Við gerum ráð fyrir lítilli fjölgun ferðamanna til landsins á næstu árum. Í grunnsviðsmynd fjölgar ferðamönnum um 1,4% á næsta ári og 2,4% árið 2020.
  • Fjölgun hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haldið í við fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands. Svo virðist vera að við höfum ekki farið fram úr okkur í hóteluppbyggingu, enn sem komið er.
  • Fyrir þjóðarbúið í heild sinni fer neysluhegðun ferðamanna að skipta meira máli þar sem ekki er hægt að treysta á tekjuvöxt í gegnum aukinn fjölda ferðamanna.

Ferðamannalandið Ísland: Mjúk- eða magalending

 

Heimildir: Ferðamálastofa, Greiningardeild Arion banka.