Saman á ný

Saman á ný

Sjávarútvegsfyrirtæki gegndu lykilhlutverki í að byggja upp kauphöll á Íslandi. Upp úr aldamótum féll sjávarútvegur í skugga annarra greina og áhugi og stuðningur við sjávarútveg meðal fjárfesta minnkaði hlutfallslega. Fjárfestingar í íslenskum sjávarútvegi hafa síðustu ár verið fjármagnaðar úr rekstri eða með bankalánum. Hlutabréf aðeins tveggja íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja eru skráð í kauphöll og skráð skuldabréf eru engin. Eignasöfn nær allra íslenskra fjárfesta eru undirvigtuð í sjávarútvegi. Með fjárfestingu í sjávarútvegi býðst fjárfestum samtímis að fjármagna íslenskt atvinnulíf og stuðla að auknu vægi erlends sjóðstreymis í eignasöfnum. Tímabær er frekari skráning eigin fjár og skulda sjávarútvegs í kauphöll.

Skoða skýrslu 


Heimildir: Kauphöll Íslands, Greiningardeild Arion banka