Húsnæðismarkaðurinn á sléttunni

Húsnæðismarkaðurinn á sléttunni

Húsnæðismarkaðurinn hefur verið mörgum hugleikinn undanfarin ár. Markaðurinn hefur einkennst af uppsafnaðri íbúðaþörf og miklum verðhækkunum. Nú virðist hins vegar vera komið að ákveðnum kaflaskilum.

Að neðan má nálgast skýrslu Greiningardeildar um húsnæðismarkaðinn árið 2019 og fyrir fróðleiksþyrsta lesendur er einnig sérstakur viðauki við skýrsluna.

Húsnæðismarkaðurinn á sléttunni 

Viðauki 

Helstu niðurstöður:

  • Íbúðarhúsnæði í byggingu á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað hratt á sama tíma og hægt hefur verulega á verðhækkunum. Væntingar um aukið framboð eiga eflaust sinn þátt í að tempra verðhækkanir.
  • Meðalstærð íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu hefur minnkað undanfarin þrjú ár og útlit fyrir að byggingaraðilar muni halda áfram að mæta ákalli eftir smærri íbúðum.
  • Við teljum að ekki séu forsendur til þess að m.v. undirliggjandi efnahagsstærðir að fólksfjölgun muni halda áfram af sama krafti og undanfarin tvö ár. Samkvæmt spá okkar mun íbúum á íbúð fækka á hverju ári út spátímann. Raungerist þetta þýðir það að unnið verður á uppsöfnuðum skorti sem ætti að öllu öðru óbreyttu að hægja á hækkunartakti húsnæðisverðs.
  • Útlánavöxtur hefur verið mikill undanfarin ár og í fyrra lánuðu bankarnir u.þ.b. 350 ma.kr. til heimila og fyrirtækja. Útlit er fyrir að útlánaaukning bankanna í ár verði töluvert minni og að lánakjör versni. Áhrifa þessa er tekið að gæta í lægri hámarksveðhlutföllum íbúðarlána og versnandi kjörum viðbótarlána.
  • Við spáum áframhaldandi húsnæðisverðshækkunum út spátímann, en verulega hægir á hækkunartaktinum þegar fram í sækir. Sökum stígandi verðbólgu mun raunverð byrja að lækka strax á þessu ári. Útlit er fyrir að laun muni hækka meira en húsnæðisverð á næstu árum.


Heimildir: Þjóðskrá, Greiningardeild Arion banka