Skiptiþjónusta

Þann 1. mars 2023 taka í gildi lög um greiðslureikninga.

Lögin tryggja að neytendur, sem hafa lögmæta búsetu á Evrópska efnahagssvæðinu, eiga rétt á að stofna og nota almennan greiðslureikning með grunneiginleikum hjá lánastofnun. Þá verður neytendum auðveldað að skipta um greiðslureikning, þ.e. flutning greiðslureikninga frá einum greiðsluþjónustuveitanda til annars greiðsluþjónustuveitanda.

Neytendur geta óskað eftir skiptiþjónustu hjá Arion banka með því að senda beiðni á netfangið arionbanki@arionbanki.is. Í kjölfarið mun eftirfarandi eiga sér stað:

Ef þú vilt færa greiðslureikning þinn til Arion banka

Ef þú vilt færa greiðslureikning þinn til Arion banka aflar bankinn samþykkis frá þér varðandi upplýsingaöflun vegna skiptiþjónustu.

Innan tveggja viðskiptadaga frá samþykki þínu, mun Arion banki fara fram á það við fráfarandi greiðsluþjónustuveitanda að hann annist ákveðin verkefni sem þú tilgreinir í þínu samþykki á þeim degi sem þú tilgreinir. Skiptidagur getur í fyrsta lagi verið tólf (12) virkir dagar eftir dagsetningu samþykkis neytanda.

Þegar fráfarandi greiðsluþjónustuveitandi hefur afhent umbeðnar upplýsingar, mun Arion banki innan fimm viðskiptadaga frá móttöku upplýsinganna, gera eftirfarandi, sé þess óskað:

  1. Setja upp framvirkar og sjálfvirkar greiðslur.
  2. Upplýsa greiðanda/ur um nýjan greiðslureikning og gildandi skiptidag.
  3. Upplýsa viðtakendur beingreiðslna, ef við á, um flutning greiðslureiknings. Ef engar upplýsingar fylgja um viðtakanda greiðslu, getur bankinn farið á leit við neytanda að veita þær upplýsingar sjálfur. Kjósi viðskiptavinur að upplýsa þriðja aðila sjálfur um nýtt reikningsnúmer mun bankinn afhenda honum staðlað bréf.

Ef þú vilt færa greiðslureikning þinn frá Arion banka

Þegar Arion banki hefur móttekið beiðni frá viðtakanda greiðsluþjónustuveitanda mun hann annast þau verkefni, sem óskað er eftir, innan fimm viðskiptadaga:

  1. Senda umbeðnar upplýsingar til viðtakanda greiðsluþjónustuveitanda um þær reglulegu færslur sem viðskiptavinur hefur stofnað til.
  2. Fella niður framvirkar og sjálfvirkar greiðslur, eftir beiðni neytanda.
  3. Millifæra inneign af tilgreindum reikningi Arion banka inn á greiðslureikning hjá viðtakanda greiðsluþjónustuveitanda, eftir beiðni neytanda.
  4. Loka greiðslureikning hjá Arion banka, eftir beiðni neytanda.

Skiptiþjónusta er gjaldfrjáls.

Í almennum viðskiptaskilmálum (www.arionbanki.is) er að finna leiðir til að koma á framfæri kvörtunum. Jafnframt getur neytandi borið ágreining um skiptiþjónustu undir úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki. Nánari upplýsingar um nefndina má finna á nefndir.is.