Reglur og skilmálar

Almennir viðskiptaskilmálar Arion banka

Almennir viðskiptaskilmálar gilda um viðskipti Arion banka og viðskiptavina hans. Inniheldur almenn ákvæði um réttindi og skyldur beggja aðila. Þessir skilmálar eru viðbót við hina sértækari skilmála sem gilda um viðskipti milli bankans og viðskiptavina hans. 

Almennir viðskiptaskilmálar - í gildi frá 18. apríl 2021

Almennir skilmálar peningamarkaðsinnlána

Almennir skilmálar peningamarkaðsinnlána gilda um öll peningamarkaðsinnlán (heildsöluinnlán) viðskiptamanna hjá Arion banka. Skilmálarnir innihalda ákvæði um réttindi og skyldur bankans og viðskiptmanna, sem og reglur um það hvað felst í peningamarkaðsinnláni og það hvernig slíkt innlán stofnast. Skilmálarnir koma til viðbótar almennum viðskiptaskilmálum Arion Banka og eru þeim til fyllingar varðandi þessa tilteknu tegund innlána.

Almennir skilmálar peningarmarkaðsinnlána - í gildi frá 1. október 2020

Almennir markaðsskilmálar fyrir verðbréfaviðskipti

Markaðsskilmálar gilda um öll viðskipti með fjármálagerninga milli Arion banka og viðskiptavinar. Þeir lýsa réttarsambandi bankans og viðskiptavinar vegna viðskipta með fjármálagerninga, hvernig samningar komast á, hvaða kröfur bankinn gerir um tryggingar o.s.frv.

Almennir markaðsskilmálar fyrir verðbréfaviðskipti - í gildi frá 12. júlí 2021

Almennir skilmálar innlánsreikninga

Almennir skilmálar innlánsreikninga gilda um alla innlánsreikninga sem stofnaðir eru hjá Arion banka. Innihalda almenn ákvæði um réttindi og skyldur bankans og eigenda innlánsreikninga. Sérstakir skilmálar geta þó gilt um einstaka innlánsreikninga og ganga þeir þá framar þessum. 

Almennir skilmálar innlánsreikninga - í gildi frá 18. apríl 2021

Almennir skilmálar innlánsreikninga - í gildi frá 1. júní 2023

Debetkortaskilmálar

Debetkortaskilmálar eru dæmi um sértæka skilmála sem standa framar almennari skilmálum bankans t.d almennir skilmálar innlánsreikninga og almennir viðskiptaskilmálar. Aðilar að debetkortaskilmálum eru korthafi, Arion banki og greiðslukortafyrirtækið sem annast kortavinnslu og færslumiðlun. 

Debetkortaskilmálar - í gildi frá 7. maí 2019

Kreditkortaskilmálar

Kreditkortaskilmálar eiga við um korthafa (þann sem er handhafi kreditkorts), bankann (útgefandi kortsins) og Rapyd (greiðslukortafyrirtækið). Innihalda ýmis mikilvæg atriði varðandi hámarksúttekt og kortatímabil, hlunnindi, greiðsluskil, ábyrgð, vanefndir osfrv.

Kreditkortaskilmálar - í gildi frá 7. maí 2019

Innlagnarkortaskilmálar

Aðilar að skilmálum þessum eru handhafi innlagnarkortsins, útgefandi innlagnarkortsins og viðkomandi lögaðili sem er eigandi þess reiknings sem tengdur er við innlagnarkortið.

Innlagnarkortaskilmálar - í gildi frá 10. mars 2020

Netbankaskilmálar

Um Netbanka Arion banka gilda notkunarskilmálar þessir, sem notandi samþykkir með innskráningu og notkun í netbankanum.

Netbankaskilmálar - í gildi frá 18. apríl 2021

App skilmálar

Um App Arion banka gilda notkunarskilmálar sem notandi samþykkir með innskráningu og notkun á appinu.

App skilmálar - í gildi frá 18. apríl 2021

Apple Pay skilmálar

Um Apple Pay gilda notendaskilmálar sem notandi samþykkir þegar hann tengir kort við Apple Pay.

Notendaskilmálar Arion banka vegna Apple Pay

Skilmálar fyrir símaveski Arion banka

Um símaveski Arion banka gilda notendaskilmálar sem notandi samþykkir þegar hann tengir kort í símaveski í fyrsta sinn.

Notendaskilmálar fyrir símaveski Arion banka

Skilmáli Arion banka fyrir öflun og notkun lánshæfismats og fjárhagslegra upplýsinga

Skilmáli Arion banka fyrir öflun og notkun lánshæfismats og fjárhagslegra upplýsinga

Almennir viðskiptaskilmálar

Almennir viðskiptaskilmálar - giltu til og með 17. apríl 2021

Almennir viðskiptaskilmálar - giltu til og með 9. mars 2020

Almennir viðskiptaskilmálar - giltu til og með 15. mars 2019

Almennir viðskiptaskilmálar - giltu til og með 6. júní 2018

Almennir viðskiptaskilmálar - giltu til og með 15. mars 2017

Almennir viðskiptaskilmálar - giltu til og með 15. mars 2015

Almennir skilmálar innlánsreikninga

Almennir skilmálar innlánsreikninga - giltu til og með 17. apríl 2021

Almennir skilmálar innlánsreikninga - giltu til og með 9. mars 2020

Almennir skilmálar innlánsreikninga - giltu til og með 15. mars 2019

Almennir skilmálar innlánsreikninga - giltu til og með 15. mars 2017

Almennir skilmálar innlánsreikninga - giltu til og með 15. mars 2015

Greiðsluþjónusta

Reglur Arion banka um útgjaldadreifingu

Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Með verklagsreglum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka leitast Arion banki við að uppfylla í hvívetna ítrustu kröfur sem gerðar eru til fjármálafyrirtækja á innlendum og alþjóðlegum vettvangi.

Reglurnar eru settar á grundvelli tilmæla FATF og laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka ásamt tengdum reglum og tilmælum.

Markmið reglna þessara er að leitast við að hindra að þjónusta og starfsemi Arion banka sé misnotuð til að þvætta fjármuni eða til fjármögnunar hryðjuverka.

Reglur Arion banka um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Öllum starfsmönnum bankans ber að kynna sér efni reglnanna og fylgja þeim í starfi sínu og veitir bankinn starfsfólki reglulega fræðslu þar að lútandi.

Upplýsingar fyrir fjármálafyrirtæki um varnir Arion banka gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

US Patriot Act Certification - Arion Bank
Wolfsberg Questionnaire

SFF hefur gefið út upplýsingaefni sem er bæði ætlað starfsmönnum fjármálafyrirtæki og viðskiptavinum þeirra. Efnið er aðgengilegt hér fyrir neðan.

Áhrif nýrra laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka á einstaklinga
Áhrif nýrra laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka á lögaðila

Siðareglur Arion banka

Lyklar að ábyrgri hegðun og ákvarðanatöku

Við hjá Arion banka leggjum ríka áherslu á siðferðisleg gildi og erum meðvituð um þá staðreynd að starfsemi bankans hefur áhrif á ólíka hagsmunaaðila og samfélagið í heild sinni. Siðareglum þessum er ætlað að stuðla að ábyrgri hegðun og ákvarðanatöku í Arion banka.

Siðareglurnar gilda jafnt um stjórn bankans, stjórnendur og annað starfsfólk. Það er á ábyrgð bankastjóra að tryggja að þeim sé fylgt. Siðareglurnar eru endurskoðaðar árlega og staðfestar af stjórn.

 1. Við komum fram við aðra af virðingu
  Við virðum ólík sjónarmið og trúum því að gagnrýnin umræða skapi grundvöll að góðum ákvörðunum. Við komum fram við aðra af virðingu og mismunum engum, svo sem á grundvelli kyns, kynvitundar, kynhneigðar, uppruna, þjóðernis, litarhafts, aldurs, fötlunar, trúar eða annarrar stöðu.
   
 2. Við gætum ólíkra hagsmuna með sjálfbærni að leiðarljósi
  Við gætum hagsmuna allra hagsmunaaðila bankans til lengri tíma litið, þ.e. viðskiptavina, fjárfesta, starfsfólks og samfélags. Við leitumst við að gera hagsmunaaðilum grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. Við höfum sjálfbærni að leiðarljósi og mætum þannig þörfum hagsmunaaðila okkar án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til að mæta þörfum sínum.
   
 3. Við fylgjum reglum
  Ákvarðanir okkar og verk eru í samræmi við lög og reglur. Óvissu í þessu samhengi ber að eyða svo sem frekast er unnt. Við fylgjum eigin verklagsreglum og færum þær til betri vegar ef þess gerist þörf.
   
 4. Við berum ábyrgð á verkum okkar og umhverfi
  Við þekkjum hlutverk okkar og öxlum ábyrgð á verkefnum okkar og ákvörðunum og horfum til áhrifa þeirra á hagsmunaaðila okkar og umhverfið. Við túlkum hlutverk, ábyrgðarsvið og áhrif okkar vítt og tryggjum að engin verkefni falli milli skips og bryggju.
   
 5. Við getum rökstutt ákvarðanir okkar
  Við ástundum gagnrýna hugsun og tökum ákvarðanir á faglegum forsendum sem við getum rökstutt gagnvart hagsmunaaðilum, þ.e. viðskiptavinum, fjárfestum, starfsfólki og samfélaginu.

Arion banki er aðili að Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð fyrirtækja og var með fyrstu aðilum til að undirrita meginreglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi (UN PRB). Með því skuldbindur bankinn sig til að vinna að og hvetja til sjálfbærrar þróunar í allri sinni virðiskeðju.

Siðareglur birgja

Siðareglur birgja

Notkun Arion banka hf. á vefkökum

Arion banki notar vefkökur í þeim tilgangi að bæta virkni vefsvæðis bankans með það að markmiði að bæta upplifun og þarfir notenda. Það er stefna bankans að nota vefkökur með ábyrgum hætti.

1. Hvað eru vefkökur?

Vefkaka er lítil textaskrá sem er vistuð á tölvu eða öðrum snjalltækjum þegar vefsvæði er heimsótt í fyrsta sinn. Textaskrá er geymd á vefvafra notenda og vefurinn þekkir skrána. Upplýsingarnar í textaskránni má nota til að fylgjast með vafri notenda á vefsvæðinu, bæta þjónustuna o.fl. Þannig er hægt að senda ákveðnar upplýsingar í vafra notenda sem getur auðveldað aðgang að ýmsum aðgerðum.

2. Notkun Arion banka hf. á vefkökum

Vefur Arion banka notar bæði vefkökur frá fyrsta og þriðja aðila. Vefkökur frá fyrsta aðila eru vefkökur sem senda eingöngu upplýsingar til bankans. Vefkökur frá þriðja aðila eru tilkomnar vegna þjónustu sem bankinn notar og senda upplýsingar til vefsvæðis í eigu þriðja aðila. Viðkomandi aðilar kunna einnig að tengja upplýsingar fengnar af vefsvæði bankans við aðrar upplýsingar sem notendur hafa látið þeim í té, eða upplýsingar sem þeir hafa safnað með notkun notenda á þeirra þjónustu.

Þær vefkökur sem vefur bankans notar og í hvaða tilgangi eru eftirfarandi:

Tölfræðikökur

Bankinn notar tölfræði- og aðlögunarkökur til að greina umferð um vef bankans og safna tölfræðilegum upplýsingum um notkun vefsvæðisins og árangur markaðsherferða.

Upplýsingarnar eru notaðar til að þróa og bæta þjónustu vefsins með því að fá innsýn í notkun og gera leit að tilteknu efni auðveldari. Einnig eru kökurnar nýttar til þess að aðlaga vefsíður og forritað að þörfum hvers og eins til að bæta upplifun viðskiptavina og birta markviss vörumeðmæli.

Upplýsingar sem safnað er af þriðja aðila fela ekki í sér viðkvæmar persónuupplýsingar sem gera kleift að bera kennsl á notandann (t.d. nafn, kennitölu eða netfang) og hægt er að slökkva á notkun þeirra í stillingum ef þess er óskað.

Þriðja aðila kökur

Þessar kökur (e. third-party cookies) nota vefljós, pixlamerki og svipaða tækni til að safna og nota ákveðnar upplýsingar um athafnir notenda á netinu, á vefsíðum bankans og/eða öðrum vefjum eða farsímaforritum, til að álykta um áhugamál notenda og birta markvissar auglýsingar.

Bankinn notar slíkar kökur á vef sínum (m.a. frá Google og Facebook). Kökur þriðja aðila gera það að verkum að þessir aðilar geta þekkt tæki aftur þegar notandi heimsækir vefsvæðið og jafnvel önnur vefsvæði. Þessar kökur eru notaðar til þess að gera auglýsingar meira viðeigandi fyrir notenda út frá ályktuðum áhugamálum þeirra.

Kökur frá þriðja aðila safna einnig upplýsingum um heimsóknir viðskiptavina á vefi bankans til að fylgjast með árangri auglýsinga og markaðsstarfsemi þeirra á netinu (til dæmis hversu oft notandi smellir á auglýsingu okkar). Upplýsingar sem safnað er af þriðja aðila fela ekki í sér persónulegar upplýsingar sem gera kleift að bera kennsl á notandann. Á grundvelli þess áskilur Arion banki sér rétt til að birta notendum auglýsingar í gegnum endurmarkaðssetningarkerfi Facebook og Google. Þeir sem ekki vilja sjá slíkar auglýsingar geta slökkt á notkun á kökum.

3. Slökkva á notkun á vefkökum

Notendur geta og er ávallt heimilt að stilla vefvafra sína þannig að notkun á kökum er hætt, þannig að þær vistast ekki eða vefvafrinn biður um leyfi notenda fyrst. Slíkar breytingar geta dregið úr aðgengi að tilteknum síðum á vefsvæðinu eða vefsvæðinu í heild sinni.

Breyta stillingum á kökum

Á vefsíðum þriðja aðila, líkt og Google Analytics og Facebook, má finna nánari upplýsingar um hvernig má slökkva á notkun á kökum í stillingum (e. opt out). Auk þess að hafna kökum geta notendur sett upp afþökkunarviðbótina frá Google Analytics í vafranum, sem kemur í veg fyrir að Google Analytics geti safnað upplýsingum um heimsóknir þínar á vefsvæði.

4. Hversu lengi eru vefkökur á tölvum/snjalltækjum notenda?

Vefkökur eru misjafnar að eðli. Sumar eru lotuvefkökur og eyðast þegar vafranum er lokað. Aðrar vefkökur eru geymdar í tölvum notenda í þann tíma sem er nauðsynlegur bankanum að varðveita vefkökuna en þó að hámarki í 24 mánuði frá því að notandi heimsóttir síðast vefsíðu Arion banka hf. nema notandi hafi eytt henni.

5. Meðferð Arion banka á persónuupplýsingum

Á vefsíðu Arion banka, arionbanki.is/personuvernd, má finna persónuverndaryfirlýsingu bankans sem veitir upplýsingar um persónuvernd í störfum bankans. Allar persónuupplýsingar sem kunna að verða til við notkun á vefkökum verða meðhöndlaðar og unnið með í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuververnd og vinnslu persónuupplýsinga. Arion banki lýsir því yfir að ekki verði unnið með slíkar upplýsingar í öðrum tilgangi en að ofan greinir og upplýsingarnar verði ekki varðveittar lengur en þörf krefur miðað við tilgang vinnslu. Persónuupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila nema lög kveði á um annað.