Eignir til sölu
Eignarhlutir Arion banka í félögum í óskyldum rekstri
Upplýsingar um neðangreindar eignir má nálgast hjá fyrirtækjaráðgöf Arion bank (fyrirtaekjaradgjof@arionbanki.is).
Valitor Holding hf. (100%)
Valitor var stofnað árið 1983 og býður upp á fjölbreyttar lausnir á sviði greiðslumiðlunar í Evrópu og er með starfsstöðvar á Íslandi og í Bretlandi.
Stakksberg ehf. (100%)
Stakksberg rekur verksmiðju í Helguvík sem framleiðir 99% hreinan kísil (Si) og er framleiðslugeta hennar 25 þúsund tonn á ári. Stakksberg vinnur að úrbótum á verksmiðjunni til að gera hana fullbúna til framleiðslu, en enginn rekstur hefur verið í verksmiðjunni frá því í september 2017 þegar Umhverfisstofnun stöðvaði hann. Áætlað er að fullbúin verksmiðja, með um 70 starfsmönnum, verði gangsett á síðari hluta árs 2020. Söluferli Stakksbergs hefur seinkað nokkuð, ekki síst vegna flókins regluverks, en bankinn vinnur áfram að sölu verksmiðjunnar.
Bravo Tours 1998 A/S (59,36%) og Heimsferðir ehf. (100%)
Bravo Tours rekur ferðaskrifstofu í Danmörku og Heimsferðir á Íslandi. Arion hyggst finna félögunum nýja framtíðareigendur svo fljótt sem auðið er og er söluferli í gangi vegna Heimsferða.
Stjórnir og framkvæmdastjórnir:
Bravo Tours 1998 A/S:
- Mads Bygballe Christiansen, stjórnarformaður
- Hákon Hrafn Grondal, meðstjórnandi
- Peter Bager, meðstjórnandi
- Peder Hornshøj, meðstjórnandi
- Ragnhildur Sophusdottir, meðstjórnandi
- Peder Hornshøj, framkvæmdastjóri
Heimsferðir ehf.:
- Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður
- Hákon Hrafn Gröndal, meðstjórnandi
- Ragnhildur Sophusdóttir, meðstjórnandi
- Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri
Reiknistofa bankanna hf. (21,7%)
Reiknistofa bankanna er þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni sem hefur í gegnum árin þróað hinar ýmsu fjármálalausnir.
220 Fjörður ehf. (37,35%)
Um er að ræða eignarhlut í félaginu 220 Firði sem á og rekur fasteignir í verslunarmiðstöðinni Firði Hafnarfirði. 220 Fjörður á jafnframt 50% hlut í þróunarfélaginu 220 Miðbær ehf.