Dótturfélög

Helstu dótturfélög Arion banka eru Stefnir hf., Valitor hf. og Vörður hf.

Stefnir

Stefnir er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins. Félagið er að fullu í eigu Arion banka og tengdra félaga og starfsstöðvar félagsins eru í höfuðstöðvum bankans. Eignir í stýringu félagsins eru í eigu fjölbreytts hóps fjárfesta, allt frá einstaklingum upp í stærstu fagfjárfesta landsins. Eignir sjóðfélaga eru ýmist í verðbréfa-, fjárfestingar- eða fagfjárfestasjóðum, auk þess sem Stefnir hefur gert samninga um stýringu á eignum nokkurra samlagshlutafélaga.

Nánari upplýsingar um Stefni.

Valitor

Valitor er alþjóðlegt greiðslulausnafyrirtæki sem hjálpar samstarfsaðilum, kaupmönnum og neytendum að inna af hendi og taka við greiðslum. Valitor nýtir sér þrjátíu og fimm ára reynslu til að veita samstarfsaðilum og kaupmönnum um alla Evrópu þjónustu á sviði útgáfu og færsluhirðingar.

Nánari upplýsingar um Valitor.

Vörður tryggingar

Vörður tryggingar er alhliða vátryggingafélag sem býður hagkvæmar tryggingalausnir á samkeppnishæfu verði fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki.

Nánari upplýsingar um Vörð.