Dótturfélög

Helstu dótturfélög Arion banka eru Stefnir hf. og Vörður hf.

Stefnir

Stefnir er rótgróið íslenskt sjóðastýringarfyrirtæki með 260 milljarða króna í virkri sjóðastýringu í lok árs 2022. Hlutverk félagsins er að stýra fjármunum í eigu viðskiptavina með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Stefnir þjónar jafnt einstaklingum sem fagfjárfestum. Hjá Stefni starfa um 25 þaulreyndir sérfræðingar í fimm teymum við stýringu á fjölbreyttu úrvali verðbréfa- og sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta.

Nánari upplýsingar um Stefni

Vörður tryggingar

Vörður tryggingar er alhliða vátryggingafélag sem býður hagkvæmar tryggingalausnir á samkeppnishæfu verði fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki.

Nánari upplýsingar um Vörð.