Húsfélög og félagasamtök

Með því að nýta þér þjónustu Arion banka getur þú sparað tíma og fyrirhöfn.

Umsóknir og eyðublöð vegna þjónustu við húsfélög og félagasamtök

Húsfélagsþjónusta er í Höfðaútibúi, Smáraútibúi og í útibúum á landsbyggðinni.

Almenn bankaþjónusta

Öll húsfélög og félagasamtök þurfa að hafa viðskiptareikning þar sem tekjur félagsins koma inn og gjöldin fara út. Arion banki býður upp á margar tegundir af reikningum, allt eftir því hvað hentar hverju sinni, veltureikninga eða sparireikninga. Gjaldkeri félagsins getur sótt um debetkort fyrir félagið.

Netbankinn

Í Netbanka Arion banka er hægt að fylgjast vel með stöðu mála. Þar er að finna:

 • Reikningsyfirlit
 • Rafræn skjöl
 • Innheimtuþjónustu
 • Hægt að skrá útgjöld félagsins í sjálfvirkar greiðslur (beingreiðslu)

Hvað kostar þjónustan?

Ekkert mánaðargjald er tekið fyrir þjónustuna. Aðeins er greitt fyrir útsenda greiðsluseðla, samkvæmt verðskrá. Aðgangur að netbanka er frír.

Ef þig vantar frekari upplýsingar er hægt að senda fyrirspurn á arionbanki@arionbanki.is eða hringja í Þjónustuver í síma 444-7000.

Innheimtuþjónusta - Skilvirk og einföld leið til að gefa út og innheimta ýmis félagsgjöld.

Innheimtuþjónusta

 • Einstaklingsráðgjafi bankans getur aðstoðað með uppsetningu á innheimtu gjalda
 • Utanumhald frá stofnun til greiðslu á kröfu
 • Kröfur eru sendar út í lok hvers mánaðar til greiðanda
 • Hægt að senda kröfur til milliinnheimtuaðila ef þörf krefur
 • Yfirlit og skýrslur í netbanka t.d. greiddar kröfur, skuldalisti, útistandandi kröfur um áramót

Í upphafi þarf að gera samning um innheimtuþjónustu við bankann. Skila þarf inn félagalista til innheimtu. Listinn þarf að innihalda upplýsingar um nafn og kennitölu ásamt upphæð, gjalddaga og eindaga. Verð er mismunandi eftir því hvaða tegund þjónustu er valin, sjá nánar í verðskrá bankans.

Framkvæmdalán / yfirdráttur fyrir húsfélög

Húsfélögum í viðskiptum við Arion banka stendur til boða lán vegna framkvæmda á fasteignum og lóðum. Á meðan á framkvæmdum stendur er sett yfirdráttarheimild á viðskiptareikning húsfélagsins. Við verklok er yfirdráttarláninu breytt í skuldabréfalán. Samþykki íbúa fyrir framkvæmdunum þarf að liggja fyrir í upphafi framkvæmdanna, allt í samræmi við lög nr. 26/1994 um fjöleignarhús.

Þegar sótt er um framkvæmdalán þarf að skila inn eftirtöldum gögnum:

 • Kostnaðaráætlun vegna framkvæmda
 • Afrit af fundargerð þar sem fram kemur að til fundarins hafi verið boðað á löglegan hátt, lántaka var rædd og ákvörðun um fyrirhugaða lántöku var tekin. Fundargerð þarf að vera undirrituð af fundarstjóra og a.m.k. einum fundarmanni.
 • Meirihluti eigenda, 2/3 hluti eigenda miðað við fjölda og eignarhluta, þarf að undirrita yfirlýsingu vegna lántöku
 • Við stærri framkvæmdir er nauðsynlegt að húsfélag hafi eftirlitsaðila sem fylgist með verkframkvæmdum og skrifi upp á reikning við verklok