Erlend viðskipti

Algengt er að nota bankaábyrgðir í viðskiptum innanlands og milli landa. Bankaábyrgðir geta liðkað fyrir viðskiptum og dregið úr óvissu í samskiptum við önnur fyrirtæki. Í bankaábyrgð felst að banki ábyrgist með óafturkallanlegum hætti greiðslu fyrir vöru, þjónustu eða vegna vanefnda á samningi, og getur seljandinn því verið öruggur um að fá greitt þó svo viðskiptamaður hans standi ekki í skilum.

Skjalaábyrgðir

Skjalaábyrgðir (letters of credit, documentary credits) eru notaðar í viðskiptum milli landa til að greiða fyrir vöru eða þjónustu. Bankinn greiðir gegn framvísun á skjölum (t.d. vörureikningi, skips- eða flugfarmskírteini og vátryggingarskírteini) sem uppfylla skilmála bankaábyrgðarinnar.

Kaupandi vörunnar þarf ekki að greiða fyrr en bankinn hefur móttekið skjöl sem uppfylla skilmála sem kaupandinn setur sjálfur. Þar sem ábyrgðin er óafturkallanleg er ekki hægt að hætta við ábyrgðina eða gera breytingar á henni nema með samþykki seljandans.

Ábyrgðaryfirlýsingar

Ábyrgðaryfirlýsingar eða bakábyrgðir (letters of guarantee, demand guarantees, standby letters of credit) greiðast venjulega gegn skriflegri kröfu ábyrgðarþegans/seljandans og yfirlýsingu hans um vanefndir ábyrgðarumsækjanda/kaupandans á undirliggjandi samningi. Þessar ábyrgðir eru notaðar við margskonar tilefni, t.d.:

Greiðsluábyrgðir vegna kaupa á vöru og þjónustu

  • Verkábyrgðir
  • Húsaleiguábyrgðir
  • Fiskmarkaðsábyrgðir
  • Ábyrgðir vegna endurgreiðslu á VSK vegna byggingaframkvæmda

Segja má að ef banki hefur gefið út skjalaábyrgð vegna viðskipta sem ganga farsællega þá greiðir bankinn samkvæmt ábyrgð sinni, en hafi bankinn gefið út bakábyrgð vegna sömu viðskipta kemur ekki til greiðslu samkvæmt bankaábyrgðinni.

Nánar um bankaábyrgðir

Bankaábyrgðir eru sjálfstæðir gjörningar, óháðir undirliggjandi samningum. Viðfangsefni bankaábyrgða eru skjöl en ekki þær vörur eða þjónustan sem skjölin tengjast. Það er því skylda bankans að greiða samkvæmt ábyrgðunum berist honum skjöl sem uppfylla ábyrgðarskilmála.

Bankinn gefur út ábyrgðir til erlendra aðila samkvæmt alþjóðlegum reglum um ábyrgðir sem eru útgefnar af International Chamber of Commerce í París (ICC) og viðurkenndar af bönkum um allan heim. Reglurnar stuðla að sama skilningi manna á bankaábyrgðum og sömu vinnubrögðum í mismunandi löndum þrátt fyrir ólík lagaumhverfi, viðskiptavenjur og menningarheima.

Um skjalaábyrgðir gilda reglurnar „Uniform Customs and Practice for Documentary Credits“ sem eru í gildi hverju sinni.

Um bakábyrgðir gilda „Uniform Rules for Demand Guarantees“ vegna Letters of Guarantee og Demand Guarantees en „International Standby Practices – ISP98“ eða „Uniform Customs and Practice for Documentary Credits“ vegna Standby Letters of Credit.

Staðfestar bankaábyrgðir (confirmed letters of credit): Í sumum tilvikum óska erlendir aðilar eftir því að fá bankaábyrgð sem er staðfest af erlendum banka. Þegar banki staðfestir ábyrgð annars banka skuldbindur hann sig til að greiða samkvæmt bankaábyrgðinni eins og hann hefði sjálfur gefið hana út.

Erlendir viðskiptabankar Arion banka hf.

Standard Settlement Instructions

Greiðslufyrirmæli til Íslands

Payment instructions

SWIFT er staðlað samskipta- og fyrirspurnakerfi sem þjónar bönkum um allan heim. SWIFT er öruggasti og fljótvirkasti mátinn til að senda greiðslur á milli landa. Reikna verður með að það taki 2-5 virka daga frá sendingardegi greiðslu þar til hún berst inn á reikning viðtakanda.

SWIFT-fang Arion banka er: ESJAISRE

SWIFT í gegnum Netbankann – upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir

Þegar hraða þarf greiðslu er heppilegast að senda símgreiðslu í gegnum Netbankann. Viðskiptabankinn gefur þá erlendum banka fyrirmæli um greiðslu til seljanda og þurfa þá að liggja fyrir eins nákvæmar upplýsingar um viðtakanda og kostur er. Upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir um viðtakanda eru:

  • Nafn
  • Viðskiptabanki
  • Reikningsnúmer
  • SWIFT-fang erlenda bankans eða erlent útibúanúmer hans
  • IBAN reikningsnúmer ef við á (evrópskt reikningsnúmer)

SWIFT-fang bankanna eru 8 eða 11 stafir. Til dæmis er SWIFT-fang Deutsche Bank í Erlangen „DEUTDEMM763“ og SWIFT-fang Den Danske Bank í Kaupmannahöfn er „DABADKKK“. 

Útibúanúmer banka eru mismunandi eftir löndum. Breskir bankar nota SC (Sort Code) og sex tölustafi, þýskir bankar nota BLZ og átta stafa númer og bandarískir bankar nota ABA og níu tölustafi (stundum kallað FW eða ROUTING númer). Oft eru þessi númer prentuð á vörureikninga seljenda í tengslum við upplýsingar um viðskiptabanka fyrirtækisins. Ef útibúsnúmer er skráð á yfirfærslubeiðnina getur það flýtt fyrir að greiðslan komist til skila.

Arion banki sendir SWIFT-skeyti með greiðslufyrirmælum til viðskiptabanka erlendis sem leggur greiðsluna inn á reikning viðtakanda, eða sendir greiðsluna áfram til viðskiptabanka viðtakanda.

Greiðslur berast eftir 2-5 daga

Meginreglan er að símgreiðsla taki gildi tveimur virkum dögum eftir að greiðslufyrirmæli eru send (value date). Til viðbótar tekur það móttökubankann nokkra daga að leggja greiðsluna inn á reikning viðtakanda. Reikna verður með að það taki 2-5 virka daga frá sendingardegi greiðslu þar til hún berst inn á reikning viðtakanda. Hægt er að flýta greiðslunni um 1-2 daga gegn aukagjaldi.

Þúsundir banka og fjármálastofnana í 200 löndum eru notendur að kerfinu

SWIFT er skammstöfun fyrir Society for Worldwide Interbank Financial Telecommunications og var stofnað árið 1973. Stofnaðilar voru 239 bankar í 15 Evrópulöndum. Allir bankar á Íslandi eru aðilar að SWIFT.

Leiðbeiningar fyrir gjaldeyriskerfið

Hér má finna ítarlegar leiðbeiningar fyrir gjaldeyriskerfið á íslensku og ensku.

Leiðbeiningar fyrir gjaldeyriskerfið - fyrirtæki
Instructions international transactions - companies

Gengi gjaldmiðla getur breyst nokkrum sinnum yfir daginn. Fari viðskipti yfir 10 milljónir króna er leitað eftir gengi þeirrar stundar sem viðskiptin fara fram á. Viðskiptavinir geta fengið uppgefið stundargengi í gegnum sitt útibú eða með því að hringja beint á þjónustuver bankans í síma 444 7000.

Stundargengið er aðeins gilt á þeirri stund sem það er gefið upp, en er þá bindandi tilboð af bankans hálfu um kaup eða sölu á tiltekinni upphæð. Viðskiptavinir með mikil gjaldeyrisviðskipti gera yfirleitt sérsamninga við bankann um gjaldeyrisviðskipti þar sem viðskiptakjör eru metin eftir umfangi og eðli viðskiptanna.

Fyrirtæki geta tryggt sér gjaldeyriskaup fram í tímann með framvirkum samningum og mögulegt er að annast flestar tegundir gjaldeyrisviðskipta í gegnum Netbanka.

Arion banki hætti að innheimta og kaupa erlenda tékka frá og með 1. mars 2020.

Miklar framfarir hafa átt sér stað í greiðsluþjónustu á milli landa og hefur bankinn því ákveðið að hætta að bjóða upp á þessa þjónustu eins og svo margir aðrir bankar hafa þegar gert.

Hægt er að senda erlendar greiðslur í öllum helsti myntum rafrænt til viðskiptavina bankans með IBAN númeri í gegnum SWIFT: ESJAISRE. IBAN númer einstakra reikninga er hægt að nálgast í heimabanka.

English

Arion Bank has stopped accepting and buying foreign cheques from 1 March 2020.

International payment services have undergone rapid development over the last few years and the Bank has therefore decided to discontinue this service as so many other banks have done.

Foreign payments can be made in all main currencies by using an IBAN number and SWIFT code: ESJAISRE. IBAN numbers for individual accounts can be found in your online banks account.

Erlendar innheimtur

Erlend innheimta er nákvæm og tæmandi fyrirmæli um að innheimta ákveðna fjárhæð hjá innflytjanda fyrir hönd útflytjanda vegna vöruinnflutnings eða veittrar þjónustu gegn afhendingu ákveðinna skjala.

Til grundvallar innheimtum liggja alþjóðlegar reglur, „Uniform Rules for Collection“ ICC Publication No. 522, sem gefnar eru út af Alþjóða verslunarráðinu í París. Skuldbinding innheimtubanka nær eingöngu til meðhöndlunar innflutningskjala. Erlendar innheimtur eru: einföld innheimta, greiðsla við afhendingu skjala og skjöl afhent gegn samþykki víxils.

Mikilvægt er að kynna sér reglurnar og hvaða aðilar eru bindingarskyldir í skilningi reglnanna. Meðal þess sem getur myndað bindiskyldu er ráðstöfun nýs innstreymis erlends gjaldeyris í innstæður í íslenskum krónum sem bera 3,00% ársvexti eða meira. Innstæður á innlendum gjaldeyrisreikningum sem urðu til fyrir 5. júní 2016 teljast ekki til nýs innstreymis erlends gjaldeyris. Þá nær bindiskyldan ekki heldur til tekna vegna útflutningsviðskipta eða annars skilaskylds erlends gjaldeyris.

Bindiskylda og tilkynningarskylda til Seðlabankans skal eiga sér stað innan tveggja vikna frá því að nýju innflæði erlends gjaldeyris er skipt í ISK.

Nánari upplýsingar má fá hjá Seðlabanka Íslands eða með því að hafa samband við arionbanki@arionbanki.is.