B2B vefþjónusta

B2B er samskiptatækni fyrir bókhaldskerfi fyrirtækja til að skiptast á upplýsingum til og frá banka. Nánast er eingöngu unnið í bókhaldskerfinu án viðkomu í netbanka. Hentar öllum fyrirtækjum, sveitarfélögum, stofnunum og félagasamtökum stórum sem smáum. 

Kostir

 • Betri nýting mannauðs
 • Vinnuferlar styttast
 • Unnið í einu kerfi
 • Minni villuhætta
 • Tímasparnaður
 • Aukin afköst
 • Einfaldara bókunarferli
 • Hagræði í bókhaldi

Þjónusta í boði

 • Innheimtukröfur
 • Innlendar og erlendar greiðslur
 • Bankareikningar
 • Sækja yfirlit yfir innlánsreikninga
 • Gengi gjaldmiðla
 • Ógreiddir reikningar
 • Rafræn skjöl
 • Kreditkort

Hvorki stofngjald né árgjald er greitt til bankans vegna B2B þjónustunnar. Hafa ber þó í huga að B2B er samskiptatól sem notað er til að framkvæma ýmsar bankaaðgerðir sem geta verið gjaldskyldar. Arion banki fer fram á notkun rafrænna skilríka þegar þjónustan er notuð, um er að ræða starfs- eða hugbúnaðarskilríki frá Auðkenni, ekki skilríki á farsíma. Til að fá aðgang að þjónustunni þarf að undirrita netbankasamning við bankann.

Fyrirtæki hafa samband við sitt hugbúnaðarhús, sem setur upp tenginguna í bókhaldskerfi viðkomandi fyrirtækis. Hugbúnaðarhúsið tengir saman rafrænt skilríki og notendaaðgang fyrirtækisins í netbanka.