Viðbótarlífeyrissparnaður

Viðbótarlífeyrissparnaður er ein besta leiðin til sparnaðar. Þú leggur til hiðar 2-4% af launum og launagreiðandi þinn greiðir þér mótframlag.

Opna mínar síður

Sækja um viðbótarlífeyrissparnað

Með rafrænum skilríkjum getur þú skráð þig inn á Mínar síður, valið Samningar og byrjað að spara.

 

Ef þú ert ekki með rafræn skilríki getur þú sent okkur umsókn í tölvupósti. 

Hvernig virkar viðbótarlífeyrissparnaður?

Viðbótarlífeyrissparnaður er viðbót við skyldulífeyrissparnað og er þín eign. Þú ræður hvernig þú ráðstafar honum eftir að þú nærð 60 ára aldri.

Launþegar og sjálfstæðir atvinnurekendur hafa val um að greiða allt að 4% af heildarlaunum sínum til viðbótar við venjulegan skyldusparnað. Þessi sparnaður kallast viðbótarlífeyrissparnaður. Launagreiðandi sér um að standa skil á sparnaðinum. 

Ef þú ert að kaupa þína fyrstu fasteign áttu möguleika á að nýta viðbótarlífeyrinn til að auðvelda kaupin.

Það borgar sig að hefja viðbótarlífeyrissparnaðinn snemma. Ef þú ert með rafræn skilríki á símanum þínum getur þú byrjað strax að spara í Lífeyrisauka - viðbótarlífeyrissparnaði Arion banka. 

Sækja um viðbótarlífeyrissparnað  Mínar síður

2% launahækkun

Ef þú leggur 2-4% af launum í viðbótarlífeyrissparnað færðu almennt 2% mótframleg frá vinnuveitanda þínum. Ert þú nokkuð að fara á mis við launahækkun?

Þægilegur sparnaður

Viðbótarlífyrissparnaður er skattfrjáls sparnaður sem vinnuveitandi þinn sér um að standa skil á. Sparnaðurinn er laus við 60 ára aldur.

Erfist að fullu

Ef þú fellur frá þá fer inneign þín að fullu til erfingja. Maki og börn greiða engan erfðafjárskatt af upphæðinni.

Lífeyrisauki

Lífeyrisauki býður upp á fjölbreytt úrval fjárfestingarleiða með mismikilli áhættu til að mæta ólíkum þörfum.

Reiknaðu út þinn sparnað

 

Fyrsta fasteign

Frá og með 1. júlí getur hver einstaklingur nýtt allt að 500 þúsund krónur á ári af viðbótarlífeyrissparnaði til kaupa á fyrstu fasteign. Hver einstaklingur getur nýtt sparnaðinn á þennan hátt í tíu ár.

Sækja um Lífeyrisauka

úrræði til að auðvelda kaup á fyrstu fasteign

 

Húsnæðissparnaður

Í dag geta allir sem eru að greiða í viðbótarlífeyrissparnað hjá Lífeyrisauka nýtt uppsafnaða inneign frá 1. júlí 2014 til að kaupa fasteign. Einnig má nýta sparnaðinn til að greiða fasteignalán hraðar niður.

Sækja um Lífeyrisauka

Nánar um greiðslur viðbótarlífeyrissparnaðar inn á lán

Vantar þig aðstoð? Við erum til staðar fyrir þig.

Lífeyrisþjónusta Arion banka veitir faglega og skjóta þjónustu varðandi allt sem tengist lífeyrismálum í síma 444 7000 eða með tölvupósti á lifeyristhjonusta@arionbanki.is.

Sendu okkur línu og við höfum samband eða komdu við í næsta útibúi Arion banka.