Debetkort

Þú getur notað debetkort Arion banka á yfir 40 milljón sölustöðum um allan heim. Auk þess getur þú verslað á netinu og framkvæmt snertilausar greiðslur.

Það tekur aðeins nokkrar mínútur að skrá sig í viðskipti og þú færð strax aðgang að debetkortareikningi og netbankanum. Debetkortið færðu svo sent heim til þín.

Þú getur tengt Visa Debit við Apple Pay og Arion appið og borgað með símanum á einfaldan og öruggan hátt.

Viðskiptavinir í vildarþjónustu fá afslátt af árgjaldi debetkorts og allt að 200 fríar færslur á ári.

  • Hægt að greiða snertilaust
  • Hægt að nota í netviðskiptum
  • Árgjaldið er 950 kr.
  • Hægt er að stofna debetkort frá 9 ára aldri

Hámarksúttekt í hraðbanka
Góð ráð þegar verslað er á netinu
Varnir gegn kortasvikum
Öryggisvottun netfærslu / Secure Code
Athugasemd við kortafærslu
Tilkynna glatað kort
 
Debetkortaskilmálar

Visa Debit

Ef þú ert með netbanka getur þú sótt um kortið þar. Ef ekki, þá tekur aðeins örlitla stund að stofna netbanka með rafrænum skilríkjum.

Sækja um Stofna netbanka 

Það er auðvelt að tengja kortin við Apple Pay með Arion appinu

Apple Pay er einföld og örugg leið til að borga í verslunum í öppum og á netinu. Með Arion appinu getur þú með auðveldum hætti bætt kortunum þínum við í Apple Pay.

  1. Opnaðu Arion appið (nauðsynlegt er að vera með nýjustu útgáfuna)
  2. Veldu kort og ýttu á "Bæta korti í Apple Wallet".
  3. Fylgdu virkjunarferlinu og samþykktu skilmála.

Meira um Apple Pay

Tilkynna glatað kort

Glati korthafi greiðslukorti verður að tilkynna það strax glatað/stolið til þjónustuvers Arion banka. 

Utan afgreiðslutíma bankans skulu korthafar hafa samband við neyðarþjónustu kortafyrirtækjanna.

444 7000 - Arion banki

Afgreiðslutími þjónustuvers er frá kl. 9-16 virka daga.

525 2000 - Valitor

Neyðarþjónusta utan afgreiðslutíma banka.