Samþykktarferli kortagreiðslna
þegar verslað er á netinu
Til að tryggja öryggi þegar verslað er á netinu þá bjóða margar netverslanir upp á að viðskiptavinir samþykki greiðslu áður en gengið er frá kaupum.
Þegar þú verslar á netinu og þörf er á samþykki greiðslu færðu tilkynningu frá Arion appinu sem leiðir þig á samþykktarskjá greiðslunnar. Þar má sjá helstu upplýsingar um greiðsluna og hægt er að samþykkja hana eða hætta við.
Samþykktarskjárinn er virkur í 5 mínútur, að þeim tíma liðnum þá þarftu að framkvæma greiðslufyrirmæli aftur í netverslun til þess að framkalla nýjan samþykktarskjá.

Greiðslustaðfesting
Greiðslustaðfesting
Greiðslustaðfesting
Spurt og svarað
Geta korthafar samþykkt greiðslu ef þeir eru hvorki með Arion appið né netbanka?
Ekki er hægt að samþykkja kortagreiðslu þegar verslað er á netinu án þess að vera með Arion appið eða netbanka.
Arion appið er opið öllum og ekki er þörf á að vera viðskiptavinur Arion til þess að sækja appið og samþykkja kortagreiðslur þegar verslað er á netinu. Einnig er hægt að skrá sig inn í netbanka Arion með rafrænum skilríkjum og þannig stofna netbanka til að geta samþykkt greiðslu.
Nánari upplýsingar um Arion appið má finna hér.
Hvað gerist ef ég er með slökkt á tilkynningum frá Arion appinu?
Þá færðu ekki tilkynningu frá Arion appinu, það hefur þó engin áhrif á samþykktarskjá greiðslunnar, þ.e. skjárinn ætti að birtast þegar Arion appið er opnað.
Að auki getur þú skráð þig inn í netbankann og samþykkt greiðsluna þar.
Ég hætti óvart við greiðsluna, get ég fengið samþykktarskjáinn upp aftur?
Ef innan við 5 mínútur eru liðnar síðan greiðslufyrirmæli voru framkvæmd í netverslun þá er hægt að draga niður skjáinn í Arion appinu til að uppfæra valmyndina, við það birtist samþykktarskjárinn aftur.
Ef meira en 5 mínútur eru liðnar síðan greiðslufyrirmæli voru framkvæmd í netverslun þá þarf að framkvæma greiðslufyrirmæli aftur í netverslun til að framkalla nýjan samþykktarskjá.
Að auki getur þú skráð þig inn í netbankann og samþykkt greiðsluna þar.
Hvað geri ég ef ég sé ekki samþykktarskjáinn?
Ef innan við 5 mínútur eru liðnar síðan greiðslufyrirmæli voru framkvæmd í netverslun þá er hægt að draga niður skjáinn í Arion appinu til að uppfæra valmyndina, við það birtist samþykktarskjárinn aftur. Ef sú aðgerð framkallar ekki samþykktarskjáinn og/eða hann er ekki sjáanlegur í netbankanum þá er þörf á að athuga hvort innskráður notandi sé ekki sá sami og korthafi.
Ef meira en 5 mínútur eru liðnar síðan greiðslufyrirmæli voru framkvæmd í netverslun þá þarf að framkvæma greiðslufyrirmæli aftur í netverslun til að framkalla nýjan samþykktarskjá.
Af hverju er verið að breyta samþykktarferli kortagreiðslna?
Breytingin kemur til vegna tilskipunar Evrópusambandsins um greiðsluþjónustu (PSD2) og er markmiðið að auka öryggi og þægindi korthafa og söluaðila.Hvernig samþykkja korthafar fyrirtækjakorta greiðslur?
Ferlið fyrir korthafa lögaðila er alveg eins og hjá einstaklingum. Eini munurinn er að korthafar lögaðila geta staðfest kortagreiðslur í Arion appinu og netbanka tengda lögaðilanum eða sínum persónulega.
Ef korthafi lögaðila er hvorki með Arion appið eða netbanka persónulega eða tengt lögaðila þá er Arion appið opið öllum og ekki er þörf á að vera viðskiptavinur Arion til þess að sækja appið og samþykkja kortagreiðslur þegar verslað er á netinu. Einnig er hægt að skrá sig inn í netbanka Arion með rafrænum skilríkjum og þannig stofna netbanka til að geta samþykkt greiðslu.