Samþykktarferli kortagreiðslna 
þegar verslað er á netinu

Til að tryggja öryggi þegar verslað er á netinu þá bjóða margar netverslanir upp á að viðskiptavinir samþykki greiðslu áður en gengið er frá kaupum.

Þegar þú verslar á netinu og þörf er á samþykki greiðslu færðu tilkynningu frá Arion appinu sem leiðir þig á samþykktarskjá greiðslunnar. Þar má sjá helstu upplýsingar um greiðsluna og hægt er að samþykkja hana eða hætta við.

Samþykktarskjárinn er virkur í 5 mínútur, að þeim tíma liðnum þá þarftu að framkvæma greiðslufyrirmæli aftur í netverslun til þess að framkalla nýjan samþykktarskjá.

Greiðslustaðfesting

Greiðslustaðfesting

Greiðslustaðfesting

1
2
1

Staðfesting á greiðslu

Hér má sjá hefðbundið útlit vefsíðu tengda netverslun þegar korthafar eru beðnir um að staðfesta greiðslu:

2

Samþykki greiðslu

Hér fyrir neðan má sjá hvernig samþykktarskjár appsins lítur út. Einnig má nálgast upplýsingar um greiðslu og samþykkt hana í netbankanum.

Mikilvægt er að ganga úr skugga um að upphæð og nafn seljanda á samþykktarskjá passi við kaupin þar sem greiðslur sem þú samþykkir eru á þína ábyrgð. Við höfum tekið saman nokkur atriði sem við hvetjum viðskiptavini okkar að hafa í huga til að auka öryggi og tryggja að kaup fari vel fram. Þessar upplýsingar má finna hér.

Spurt og svarað