Vottun VISA og Mastercard Secure Code

Vottun VISA (Verified by VISA) og Mastercard Secure Code er þjónusta sem netverslanir nota sér í auknum mæli til að eiga viðskipti á öruggari hátt.

Allir korthafar Arion banka eiga möguleika á að nýta sér þessa leið til öruggra viðskipta. Þetta er einföld, örugg og þægileg þjónusta. Til þess að þjónustan virki rétt er mikilvægt að korthafi sé með rétt farsímanúmer skráð bak við kortið.

Þegar korthafi notar kreditkort sitt í viðskiptum á netinu hjá seljanda sem krefst þess að kort sé vottað fær hann SMS skilaboð með öryggisnúmeri sem hann notar til að staðfesta viðskiptin. Í SMS skilaboðunum kemur einnig fram nafn seljanda og upphæð viðskipta.

Mikilvægt er að ganga úr skugga um að upphæð og nafn seljanda stemmi við viðskiptin, því staðfesting með öryggisnúmeri á netinu jafngildir því að staðfesta viðskipti með PIN númeri.

Dæmi um SMS sem inniheldur öryggisnúmer má sjá hér:*


* Þýðing:
SecureCode : Öryggisnúmer
Merchant: Seljandi