Reglur og skilmálar

Almennir viðskiptaskilmálar - í gildi frá 18. apríl 2021 

Almennir skilmálar peningarmarkaðsinnlána - í gildi frá 1. október 2020 

Almennir markaðsskilmálar fyrir verðbréfaviðskipti - í gildi frá 8. maí 2024 

Almennir skilmálar innlánsreikninga - í gildi frá 24. apríl 2024 

Debetkortaskilmálar - í gildi frá 7. maí 2019 

Kreditkortaskilmálar - í gildi frá 7. maí 2019

Innlagnarkortaskilmálar - í gildi frá 10. mars 2020 

Netbankaskilmálar - í gildi frá 2. september 2024 

App skilmálar - í gildi frá 2. september 2024 

Skilmálar fyrir app Einkaklúbbsins

Notendaskilmálar Arion banka vegna Apple Pay 

Notendaskilmálar fyrir símaveski Arion banka 

Skilmáli Arion banka fyrir öflun og notkun lánshæfismats og fjárhagslegra upplýsinga

Almennir viðskiptaskilmálar

Almennir viðskiptaskilmálar - giltu til og með 17. apríl 2021

Almennir viðskiptaskilmálar - giltu til og með 9. mars 2020

Almennir viðskiptaskilmálar - giltu til og með 15. mars 2019

Almennir viðskiptaskilmálar - giltu til og með 6. júní 2018

Almennir viðskiptaskilmálar - giltu til og með 15. mars 2017

Almennir viðskiptaskilmálar - giltu til og með 15. mars 2015

Almennir skilmálar innlánsreikninga

Almennir skilmálar innlánsreikninga - giltu til og með 23. apríl 2024

Almennir skilmálar innlánsreikninga - giltu til og með 31. maí 2023

Almennir skilmálar innlánsreikninga - giltu til og með 17. apríl 2021

Almennir skilmálar innlánsreikninga - giltu til og með 9. mars 2020

Almennir skilmálar innlánsreikninga - giltu til og með 15. mars 2019

Almennir skilmálar innlánsreikninga - giltu til og með 15. mars 2017

Almennir skilmálar innlánsreikninga - giltu til og með 15. mars 2015

Greiðsluþjónusta

Reglur Arion banka um útgjaldadreifingu

Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Með verklagsreglum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka leitast Arion banki við að uppfylla í hvívetna ítrustu kröfur sem gerðar eru til fjármálafyrirtækja á innlendum og alþjóðlegum vettvangi.

Reglurnar eru settar á grundvelli tilmæla FATF og laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka ásamt tengdum reglum og tilmælum.

Markmið reglna þessara er að leitast við að hindra að þjónusta og starfsemi Arion banka sé misnotuð til að þvætta fjármuni eða til fjármögnunar hryðjuverka.

Stefna um aðgerðir gegn fjármálaglæpum

Öllum starfsmönnum bankans ber að kynna sér efni reglnanna og fylgja þeim í starfi sínu og veitir bankinn starfsfólki reglulega fræðslu þar að lútandi.

Upplýsingar fyrir fjármálafyrirtæki um varnir Arion banka gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

US Patriot Act Certification - Arion Bank
Wolfsberg Questionnaire

SFF hefur gefið út upplýsingaefni sem er bæði ætlað starfsmönnum fjármálafyrirtæki og viðskiptavinum þeirra. Efnið er aðgengilegt hér fyrir neðan.

Áhrif nýrra laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka á einstaklinga
Áhrif nýrra laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka á lögaðila

Siðareglur Arion banka

Lyklar að ábyrgri hegðun og ákvarðanatöku

Við hjá Arion banka leggjum ríka áherslu á siðferðisleg gildi og erum meðvituð um þá staðreynd að starfsemi bankans hefur áhrif á ólíka hagsmunaaðila og samfélagið í heild sinni. Siðareglum þessum er ætlað að stuðla að ábyrgri hegðun og ákvarðanatöku í Arion banka.

Siðareglurnar gilda jafnt um stjórn bankans, stjórnendur og annað starfsfólk. Það er á ábyrgð bankastjóra að tryggja að þeim sé fylgt. Siðareglurnar eru endurskoðaðar árlega og staðfestar af stjórn.

  1. Við komum fram við aðra af virðingu
    Við virðum ólík sjónarmið og trúum því að gagnrýnin umræða skapi grundvöll að góðum ákvörðunum. Við komum fram við aðra af virðingu og mismunum engum, svo sem á grundvelli kyns, kynvitundar, kynhneigðar, uppruna, þjóðernis, litarhafts, aldurs, fötlunar, trúar eða annarrar stöðu.
     
  2. Við gætum ólíkra hagsmuna með sjálfbærni að leiðarljósi
    Við gætum hagsmuna allra hagsmunaaðila bankans til lengri tíma litið, þ.e. viðskiptavina, fjárfesta, starfsfólks og samfélags. Við leitumst við að gera hagsmunaaðilum grein fyrir mögulegum hagsmunaárekstrum. Við höfum sjálfbærni að leiðarljósi og mætum þannig þörfum hagsmunaaðila okkar án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til að mæta þörfum sínum.
     
  3. Við fylgjum reglum
    Ákvarðanir okkar og verk eru í samræmi við lög og reglur. Óvissu í þessu samhengi ber að eyða svo sem frekast er unnt. Við fylgjum eigin verklagsreglum og færum þær til betri vegar ef þess gerist þörf.
     
  4. Við berum ábyrgð á verkum okkar og umhverfi
    Við þekkjum hlutverk okkar og öxlum ábyrgð á verkefnum okkar og ákvörðunum og horfum til áhrifa þeirra á hagsmunaaðila okkar og umhverfið. Við túlkum hlutverk, ábyrgðarsvið og áhrif okkar vítt og tryggjum að engin verkefni falli milli skips og bryggju.
     
  5. Við getum rökstutt ákvarðanir okkar
    Við ástundum gagnrýna hugsun og tökum ákvarðanir á faglegum forsendum sem við getum rökstutt gagnvart hagsmunaaðilum, þ.e. viðskiptavinum, fjárfestum, starfsfólki og samfélaginu.

Arion banki er aðili að Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð fyrirtækja og var með fyrstu aðilum til að undirrita meginreglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi (UN PRB). Með því skuldbindur bankinn sig til að vinna að og hvetja til sjálfbærrar þróunar í allri sinni virðiskeðju.

Siðareglur birgja

Siðareglur birgja

Vefkökustefna Arion

Arion banki hf. (hér eftir vísað til „Arion“ eða „bankans“) notar vefkökur í þeim tilgangi að stuðla að virkni, greina notkun og bæta upplifun notenda í netbanka og á vefsíðum (hér eftir vísað til „vefsvæði“) sem eru í eigu eða rekstri hjá bankanum.

1. Hvað eru vefkökur?

Vefkaka er lítil textaskrá sem er vistuð á tölvu eða öðrum tækjum þegar vefsvæði er heimsótt í fyrsta sinn. Textaskrá er geymd í vefvafra notenda og vefurinn þekkir skrána. Upplýsingarnar í textaskránni má nota til að fylgjast með vafri notenda á vefsvæðinu, bæta þjónustuna o.fl. Þannig er hægt að senda ákveðnar upplýsingar í vafra notenda sem getur auðveldað aðgang að ýmsum aðgerðum.

Vefkökur eru annað hvort fyrstu aðila vefkökur, sem senda eingöngu upplýsingar til þjónustuveitanda (í þessu tilviki Arion), eða þriðju aðila, sem eru tilkomnar vegna þjónustu sem þjónustuveitandi notar og sendir upplýsingar til vefsvæðis í eigu þriðja aðila. Viðkomandi aðilar kunna einnig að tengja þær upplýsingar við aðrar sem notendur hafa látið þeim í té, eða upplýsingar sem þeir hafa safnað með notkun notenda á þeirra þjónustu.

2. Notkun Arion banka hf. á vefkökum

Þegar notandi heimsækir vefsvæði í fyrsta skipti birtist borði með stillingum fótspora. Þar hefur notandi kost á að velja eða hafna notkun á valfrjálsum vefkökum; hagnýtar kökur og markaðssetningar kökur.

Þær vefkökur sem bankinn notar og í hvaða tilgangi eru eftirfarandi:


Hagnýtar kökur eru notaðar til að bæta þjónustu bankans með því að veita innsýn í notkun vefsvæða, muna stillingar notenda, forútfylla form o.fl. Gögnin eru notuð til að vinna tölfræðilegar upplýsingar varðandi umferð um vefsvæði og hámarka notendaupplifun með því að aðlaga vefsvæði að þörfum hvers og eins. Notkun á hagnýtum kökum byggir á samþykki notenda.

Markaðssetningar kökur (þriðju aðila vefkökur, m.a. hjá Facebook) eru notaðar í markaðslegum tilgangi til að bæta upplifun notenda. Það er gert með því að nota upplýsingar um aðgerðir notenda á netinu, hvort sem á vefsvæðum bankans eða annarra þjónustuveitanda. Þannig er hægt að aðlaga vefsvæði enn betur að þörfum notenda og birta þeim sérsniðin þjónustuskilaboð. Notkun þessara kaka gera bankanum einnig kleift að fylgjast með árangri auglýsinga og annarrar markaðsstarfsemi á netinu. Notkun á markaðssetningar kökum byggir á samþykki notenda.


3. Stillingar á notkun vefkaka

Notendur geta alltaf breytt stillingu fótspora á vefsvæði hér fyrir neðan. Slíkar breytingar geta þó dregið úr notagildi vefsvæðis.

Breyta stillingum á kökum

4. Meðferð á persónuupplýsingum

Allar persónuupplýsingar sem kunna að verða til við notkun á vefkökum verða meðhöndlaðar og unnið með í samræmi við gildandi ákvæði laga og reglna um persónuververnd. Nánar um hvernig Arion vinnur persónuupplýsingar er að finna í persónuverndaryfirlýsingu bankans, á arionbanki.is/personuvernd.