Reglur og skilmálar

Verklagsreglur vegna hagsmunaárekstra

Arion banki býður fjölbreytt úrval vöru og þjónustu fyrir stóran hóp viðskiptavina. Í slíkri viðskiptastarfsemi getur sú staða óhjákvæmilega komið upp að hagsmunir viðskiptavina Arion banka fara ekki saman við hagsmuni Arion banka (þ.m.t. hagsmuni starfsmanna eða aðila tengdum bankanum); og/eða hagsmuni annarra viðskiptavina Arion banka. Komi þessi staða upp mun bankinn grípa til allra skynsamlegra leiða til að koma í veg fyrir að hagsmunaárekstrar leiði af sér tjón fyrir viðskiptavini.

Hjá Arion banka er skriflegt fyrirkomulag, bæði kerfislegt og stjórnunarlegt, til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra sem gætu falið í sér raunverulega hættu á tjóni fyrir einn eða fleiri viðskiptavini bankans.

Arion banki fylgir ákveðnu fyrirkomulagi til að hafa stjórn á og koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Fyrirkomulagið miðast við að tryggja að starfsfólk og félög innan Arion banka geri sér grein fyrir hættunni á hagsmunaárekstrum, vinni sjálfstætt og leitist við að vernda hagsmuni viðskiptavina.

Arion banki hefur einnig sett eftirtaldar verklagsreglur sem ætlað er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra:

 • Reglur um verðbréfaviðskipti starfsmanna
 • Reglur um þátttöku starfsmanna í atvinnurekstri
 • Reglur um hlunnindi

Reglur Arion banka um viðskipti starfsmanna

Áhættulýsing

Yfirlit yfir helstu eiginleika fjármálagerninga og áhættuþætti sem tengjast viðskiptum með þá. Ekki er gerð grein fyrir allri áhættu heldur er tilgangurinn að veita grundvallarupplýsingar og vara viðskiptavini við helstu áhættuþáttum sem fylgja öllum viðskiptum með fjármálagerninga. 

Áhættulýsing vegna viðskipta með fjármálagerninga

Flokkun viðskiptavina

Reglur um flokkun viðskiptavina í verðbréfaþjónustu eru settar með stoð í lögum um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Flokkun viðskiptavina er mikilvægur þáttur í fjárfestavernd, þar sem réttarvernd viðskiptavina er mismunandi eftir því í hvaða flokk fjárfestir fellur. Markmið reglnanna er að tryggja samræmt verklag og tilgreina skilyrði sem uppfylla þarf ef óskað er eftir breyttri flokkun.

Reglur Arion banka um flokkun viðskiptavina 

Verklag við framkvæmd viðskiptafyrirmæla

Verklagsreglur um framkvæmd viðskiptafyrirmæla, í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti og reglugerð um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja.

Upplýsingar um verklag við framkvæmd viðskiptafyrirmæla

Reglur um hæfismöt

Arion banki leggur ríka áherslu á að allt starfsfólk á vegum bankans búi yfir fullnægjandi færni, þekkingu og sérfræðikunnáttu til að inna af hendi þau verkefni sem því eru falin. Arion banki hf. hefur sett reglur á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki og leiðbeinandi tilmæla Fjármálaeftirlitsins nr. 3/2010, þar sem er skilgreint hverjir teljast til lykilstarfsmanna. Samkvæmt reglunum skulu eftirtaldir aðilar ávallt teljast til lykilstarfsmanna bankans:

 • Aðstoðarbankastjóri
 • Fjármálastjóri
 • Framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs
 • Framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingabankasviðs

Reglur um hæfismöt

Reglur Arion banka um meðferð upplýsinga um viðskiptavini

Reglur Arion banka um meðferð upplýsinga um viðskiptavini

Réttarúrræði viðskiptavina

Fjármálaeftirlitið vistar Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki, sem fjallar um ágreining viðskiptamanna við fjármálafyrirtæki.

Reglur Arion banka um meðferð kvartana

Sjá nánar

Reglur um kaup á upplýsingatækniþjónustu

Verklagsreglur þessar gilda um kaup Arion banka hf. á upplýsingatækniþjónustu hvort sem um kaup á nýrri þjónustu er að ræða eða endurnýjun eldri rekstrar- eða þjónustusamninga.

Reglur um kaup á upplýsingatækniþjónustu 

Almennir viðskiptaskilmálar Arion banka

Almennir viðskiptaskilmálar gilda um viðskipti Arion banka og viðskiptavina hans. Inniheldur almenn ákvæði um réttindi og skyldur beggja aðila. Þessir skilmálar eru viðbót við hina sértækari skilmála sem gilda um viðskipti milli bankans og viðskiptavina hans.

Almennir viðskiptaskilmálar - í gildi frá 10. mars 2020

Almennir skilmálar peningamarkaðsinnlána

Almennir skilmálar peningamarkaðsinnlána gilda um öll peningamarkaðsinnlán (heildsöluinnlán) viðskiptamanna hjá Arion banka. Skilmálarnir innihalda ákvæði um réttindi og skyldur bankans og viðskiptmanna, sem og reglur um það hvað felst í peningamarkaðsinnláni og það hvernig slíkt innlán stofnast. Skilmálarnir koma til viðbótar almennum viðskiptaskilmálum Arion Banka og eru þeim til fyllingar varðandi þessa tilteknu tegund innlána.

Almennir skilmálar peningarmarkaðsinnlána - í gildi frá 1. október 2020

Almennir markaðsskilmálar fyrir verðbréfaviðskipti

Markaðsskilmálar gilda um öll viðskipti með fjármálagerninga milli Arion banka og viðskiptavinar. Þeir lýsa réttarsambandi bankans og viðskiptavinar vegna viðskipta með fjármálagerninga, hvernig samningar komast á, hvaða kröfur bankinn gerir um tryggingar o.s.frv.

Almennir markaðsskilmálar fyrir verðbréfaviðskipti - í gildi frá 2. maí 2012

Almennir skilmálar innlánsreikninga

Almennir skilmálar innlánsreikninga gilda um alla innlánsreikninga sem stofnaðir eru hjá Arion banka. Innihalda almenn ákvæði um réttindi og skyldur bankans og eigenda innlánsreikninga. Sérstakir skilmálar geta þó gilt um einstaka innlánsreikninga og ganga þeir þá framar þessum.

Almennir skilmálar innlánsreikninga - í gildi frá 10. mars 2020

Debetkortaskilmálar

Debetkortaskilmálar eru dæmi um sértæka skilmála sem standa framar almennari skilmálum bankans t.d almennir skilmálar innlánsreikninga og almennir viðskiptaskilmálar. Aðilar að debetkortaskilmálum eru korthafi, Arion banki og greiðslukortafyrirtækið sem annast kortavinnslu og færslumiðlun. 

Debetkortaskilmálar - í gildi frá 7. maí 2019

Kreditkortaskilmálar

Kreditkortaskilmálar eiga við um korthafa (þann sem er handhafi kreditkorts), bankann (útgefandi kortsins) og Valitor hf./Borgun hf. (greiðslukortafyrirtækið). Innihalda ýmis mikilvæg atriði varðandi hámarksúttekt og kortatímabil, hlunnindi, greiðsluskil, ábyrgð, vanefndir osfrv.

Kreditkortaskilmálar - í gildi frá 7. maí 2019

Innlagnarkortaskilmálar

Aðilar að skilmálum þessum eru handhafi innlagnarkortsins, útgefandi innlagnarkortsins og viðkomandi lögaðili sem er eigandi þess reiknings sem tengdur er við innlagnarkortið.

Innlagnarkortaskilmálar - í gildi frá 10. mars 2020

App skilmálar

Um App Arion banka gilda notkunarskilmálar sem notandi samþykkir með innskráningu og notkun á appinu.

App skilmálar Arion banka hf.

Apple Pay skilmálar

Um Apple Pay gilda notendaskilmálar sem notandi samþykkir þegar hann tengir kort við Apple Pay.

Notendaskilmálar Arion banka vegna Apple Pay

Skilmálar fyrir símaveski Arion banka

Um símaveski Arion banka gilda notendaskilmálar sem notandi samþykkir þegar hann tengir kort í símaveski í fyrsta sinn.

Notendaskilmálar fyrir símaveski Arion banka

Skilmáli Arion banka fyrir öflun og notkun lánshæfismats og fjárhagslegra upplýsinga

Skilmáli Arion banka fyrir öflun og notkun lánshæfismats og fjárhagslegra upplýsinga

Almennir viðskiptaskilmálar

Almennir viðskiptaskilmálar - giltu til og með 9. mars 2020

Almennir viðskiptaskilmálar - giltu til og með 15. mars 2019

Almennir viðskiptaskilmálar - giltu til og með 6. júní 2018

Almennir viðskiptaskilmálar - giltu til og með 15. mars 2017

Almennir viðskiptaskilmálar - giltu til og með 15. mars 2015

Almennir skilmálar innlánsreikninga

Almennir skilmálar innlánsreikninga - giltu til og með 9. mars 2020

Almennir skilmálar innlánsreikninga - giltu til og með 15. mars 2019

Almennir skilmálar innlánsreikninga - giltu til og með 15. mars 2017

Almennir skilmálar innlánsreikninga - giltu til og með 15. mars 2015

Greiðsluþjónusta

Reglur Arion banka um útgjaldadreifingu

Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Með verklagsreglum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka leitast Arion banki við að uppfylla í hvívetna ítrustu kröfur sem gerðar eru til fjármálafyrirtækja á innlendum og alþjóðlegum vettvangi.

Reglurnar eru settar á grundvelli tilmæla FATF og laga nr. 140/2018, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka ásamt tengdum reglum og tilmælum.

Markmið reglna þessara er að leitast við að hindra að þjónusta og starfsemi Arion banka sé misnotuð til að þvætta fjármuni eða til fjármögnunar hryðjuverka.

Reglur Arion banka um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Öllum starfsmönnum bankans ber að kynna sér efni reglnanna og fylgja þeim í starfi sínu og veitir bankinn starfsfólki reglulega fræðslu þar að lútandi.

Upplýsingar fyrir fjármálafyrirtæki um varnir Arion banka gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

US Patriot Act Certification - Arion Bank
Wolfsberg Questionnaire

SFF hefur gefið út upplýsingaefni sem er bæði ætlað starfsmönnum fjármálafyrirtæki og viðskiptavinum þeirra. Efnið er aðgengilegt hér fyrir neðan.

Áhrif nýrra laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka á einstaklinga
Áhrif nýrra laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka á lögaðila

Markmið

 • Að auka gagnsæi og trúverðugleika við sölu þeirra fasteigna sem bankinn leysir til sín. 
 • Að hámarka verðmæti þeirra eigna sem bankinn leysir til sín. 

Gildissvið

Reglur þessar gilda um allar fullnustueignir Arion banka og Arion Bank Mortgages Institutional Investors Fund.

Með orðinu fullnustueign í reglum þessum, er átt við allar fasteignir sem Arion banki og Arion Bank Mortgages Institutional Investors Fund eignast við fullnustu á kröfum, hvort sem er með frjálsum skuldaskilum eða þvinguðum fullnustuaðgerðum. 

Sala fasteigna

Fullnustudeild Arion banka hefur umsjón með sölu og umsýslu á fullnustueignum Arion banka. Fullnustudeild er hluti af lögfræðisviði bankans.

Söluferli fullnustueigna Arion banka hefst eftir að bankinn hefur öðlast rétt til umráða viðkomandi fasteignar, ýmist með gerð kaupsamnings um eign, við samþykki sýslumanns á boði bankans í kjölfar nauðungarsölu á fasteign eða með útgáfu afsals. Almennt eru fasteignir fyrst boðnar til sölu eftir að þær hafa verið rýmdar. Þetta gildir þó ekki ef leigusamningur er í gildi um eign þegar bankinn öðlast rétt til umráða yfir henni. Í vissum tilvikum er bankinn bundinn af ákvæði 6. tölul. 1. mgr. 28. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu og 2. mgr. 87. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti ofl., um rétt gerðarþola til leigu við nauðungarsölu á íbúðarhúsnæði til eigin nota.

Rýming

Að meginreglu skulu eignir rýmdar um leið og bankinn hefur öðlast rétt til umráða yfir eign. Sé leigjandi eða annar aðili en gerðarþoli notandi eignarinnar er honum gert að rýma á sama hátt og gerðarþola. Íbúar viðkomandi eignar geta óskað eftir lengri rýmingarfresti eða allt að þremur mánuðum. Bankinn veitir slíka heimild í undantekningartilvikum. Þau atriði sem m.a. er horft til í því sambandi er hvort skólaönn er að ljúka eða ef íbúar bíða eftir húsnæði hjá húsnæðisnefndum eða félagsmálastofnunum. Í þeim tilvikum sem þessi heimild er veitt skal undantekningarlaust gera tímabundinn leigusamning.

Sé eignin ekki rýmd innan tilskilins frests er höfðað útburðarmál. 

Standsetning

Þegar fasteign er komin í umráð bankans skal hún tekin út og sett í söluhæft ástand. 

Viðhald

Fram að sölu fasteignarinnar annast bankinn nauðsynlegt viðhald hennar og gerir ráðstafanir til að forða skemmdum. 

Sölumeðferð

Fullnustueignir bankans eru settar í sölumeðferð hjá löggildum fasteignasölum. 

Sýning eigna er alfarið á ábyrgð fasteignasala, þ.m.t. lán á lyklum að eign til skoðunar. Fasteignasali skal gæta þess að væntanlegum kaupanda er algjörlega óheimilt að nýta eign fyrr en kaupsamningur hefur verið undirritaður. 

Fasteignasölur

Bankinn leggur áherslu á gott viðskiptasamband við tiltekinn fjölda fasteignasala. Allar fasteignir á höfuðborgarsvæðinu skulu settar í sölumeðferð hjá þremur til fimm fasteignasölum og skal mat á söluverðmæti fasteignarinnar liggja fyrir frá a.m.k. tveimur fasteignasölum, áður en bankinn tekur endanlega afstöðu til ásetts verðs. Um sölu fasteigna á landsbyggðinni skal taka mið af stærð viðkomandi markaðssvæðis við val á fjölda fasteignasala. Fjöldi söluverðmata á landsbyggðinni skal einnig taka mið af stærð viðkomandi markaðssvæðis. 

Söluyfirlit

Í söluyfirliti skal koma fram greinargóð lýsing á fasteigninni og verð. Þess skal gætt að taka fram að afgreiðslutími tilboða getur orðið þrír til fjórir dagar eftir að tilboð berst bankanum. 

Söluyfirlitin skulu bera með sér eftirfarandi texta:

„Kaupanda er kunnugt um að seljandi eignaðist fasteignina í skuldaskilum og hefur aldrei haft starfsemi í eigninni og getur því ekki upplýst kaupanda um eignina eins og vera ber. Seljandi bendir því kaupanda á að skoða eignina þeim mun betur.“ 

Auglýsingar

Þegar fasteignasölur hafa fengið eign til sölu ber þeim að auglýsa eignina á heimasíðu sinni og á útbreiddum fasteignavef. 

Tilboð

Fasteignasalar taka við tilboðum og koma þeim til fullnustudeildar bankans. Þeir mega upplýsa þá aðila sem hafa áhuga á eign að fram sé komið tilboð í eignina en ekki hversu hátt það er, né frá hverjum. 

Kaupanda skal gert ljóst með sérstöku ákvæði í tilboði og kaupsamningi að seljandi geti ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína. Skoðunarskylda kaupanda er því mun ríkari en ella og rétturinn til að bera fyrir sig galla er takmarkaður. 

Fullnustudeild bankans skal meta tilboðið samkvæmt viðteknum venjum deildarinnar og meta hvort gera skuli gagntilboð eða ekki. Nái tilboð a.m.k. 90% af ásettu söluverði eignar er starfsmönnum fullnustudeildar heimilt að taka tilboði. 

Starfsmönnum fullnustudeildar Arion banka er heimilt að synja öllum tilboðum í eign. 

Sala

Fasteignasölur annast tilboðsgerð og fulltrúar bankans samþykkja sölu. Eftir samþykki tilboðs annast viðkomandi fasteignasala lokafrágang með áritun fulltrúa bankans.

Óski starfsmenn lögfræðisviðs bankans og fjárhagslega tengdir aðilar, sbr. skilgreiningu á því hugtaki í reglum FME, eftir að kaupa fullnustueign, þurfa þeir leyfi bankastjóra til kaupanna. 

Öðrum starfsmönnum bankans og fjárhagslega tengdum aðilum, sbr. skilgreiningu á því hugtaki í reglum FME, er heimilt að kaupa fullnustueign af bankanum að fengnu samþykki yfirmanns þess sviðs sem viðkomandi tilheyrir innan bankans eða bankastjóra þar sem það á við. 

Að öðru leyti gilda þessar reglur um kaup starfsmanna á fullnustueignum. 

Riftunarheimild

Um riftun gilda lög nr. 40/2002 um fasteignakaup. 

Makaskipti

Grundvallarregla er sú að aðrar fasteignir eru ekki teknar upp í sem hluti af greiðslu kaupverðs. 

Veðleyfi

Aldrei er veitt veðsetningarheimild nema að skilyrt veðleyfi sé veitt þannig að andvirði láns, sem kaupandi tekur, renni til uppgreiðslu kaupsamningsgreiðslna. Veðleyfi eru háð mati starfsmanna fullnustudeildar hverju sinni. 

Leiga fasteigna

Meginreglan er að bankinn lánar/leigir ekki út þær fasteignir sem hann leysir til sín. Forstöðumaður eða framkvæmdastjóri lögfræðisviðs geta veitt undanþágu frá þessu ákvæði. 

Reglur þessar gilda ekki um frágang flókinna skuldamála eða þar sem viðskiptahagsmunir bankans eru miklir að mati forstöðumanns eða framkvæmdastjóra lögfræðisviðs

Kröfur sem fasteignasölur þurfa að uppfylla:

Við mat á fasteignasölum er unnið út frá neðangreindum skilyrðum: 

 • Kennitala fasteignasölu skal ekki vera yngri en tveggja ára gömul.
 • Fasteignasali skal ekki hafa orðið uppvís af því að hafa gefið röng verðmöt eða vera þekktur af óvönduðum vinnubrögðum.
 • Eigendur fasteignasölu og starfsmenn hennar skulu búa yfir reynslu og þekkingu á sviði fasteignamarkaðar.
 • Meirihlutaeigendur fasteignasölu og þeir starfsmenn fasteignasölunnar sem sjá um frágang á sölu eigna bankans skulu vera löggiltir fasteignasalar.
 • Hvorki fasteignasalan né eigendur hennar mega vera í vanskilum, á vanskilaskrá, á niðurfærslu eða hafa fengið afskrifaðar skuldir hjá bankanum síðustu fjögur ár. 
 • Fasteignasalan skal hafa getu og hæfi, að mati starfsmanna bankans, til að veita fullnægjandi þjónustu s.s. upplýsinga- og kynningakerfi, aðstöðu, fjárhagslega stöðu og starfsmannafjölda. 

Í sérstökum tilfellum má falla frá eða milda kröfur a) og e) að fengnu samþykki framkvæmdastjóra lögfræðisviðs. 

Lyklar að ábyrgri ákvarðanatöku

Arion banki leggur ríka áherslu á siðferðisleg gildi í starfsemi sinni og er meðvitaður um þá staðreynd að starfsemi hans hefur áhrif á ólíka hagsmunaaðila og samfélagið í heild sinni. Siðareglum þessum er ætlað að stuðla að ábyrgri ákvarðanatöku í Arion banka.

Siðareglurnar gilda jafnt um stjórn bankans, stjórnendur og aðra starfsmenn. Það er á ábyrgð bankastjóra að tryggja að þeim sé fylgt. Siðareglurnar eru endurskoðaðar árlega og staðfestar af stjórn.

 1. Við virðum ólík sjónarmið
  Við ástundum gagnrýna hugsun og virðum ólík sjónarmið. Við trúum því að gagnrýnin umræða skapi grundvöll að góðum ákvörðunum.
   
 2. Við berum ábyrgð á verkum okkar og umhverfi
  Við þekkjum hlutverk okkar og öxlum ábyrgð á verkefnum okkar og ákvörðunum. Við túlkum hlutverk og ábyrgðarsvið okkar vítt og tryggjum að engin verkefni falli milli skips og bryggju. 
   
 3. Við fylgjum reglum
  Ákvarðanir okkar og verk eru í samræmi við lög og reglur. Óvissu í þessu samhengi ber að eyða svo sem frekast er unnt. Við fylgjum eigin verklagsreglum og færum þær til betri vegar ef þess gerist þörf. 
   
 4. Við gætum ólíkra hagsmuna
  Við gætum hagsmuna allra haghafa bankans til lengri tíma litið, þ.e. viðskiptavina, lánadrottna, eigenda, samfélagsins og starfsmanna. Við leitumst við að gera haghöfum grein fyrirmögulegum hagsmunaárekstrum.
   
 5. Við getum rökstutt ákvarðanir okkar
  Við tökum ákvarðanir á faglegum forsendum og getum rökstutt þær gagnvart haghöfum, þ.e. viðskiptavinum, lánadrottnum, eigendum, starfsmönnum og samfélaginu.

Notkun Arion banka hf. á vefkökum

Arion banki notar vefkökur í þeim tilgangi að bæta virkni vefsvæðis bankans með það að markmiði að bæta upplifun og þarfir notenda. Það er stefna bankans að nota vefkökur með ábyrgum hætti.

1. Hvað eru vefkökur?

Vefkaka er lítil textaskrá sem er vistuð á tölvu eða öðrum snjalltækjum þegar vefsvæði er heimsótt í fyrsta sinn. Textaskrá er geymd á vefvafra notenda og vefurinn þekkir skrána. Upplýsingarnar í textaskránni má nota til að fylgjast með vafri notenda á vefsvæðinu, bæta þjónustuna o.fl. Þannig er hægt að senda ákveðnar upplýsingar í vafra notenda sem getur auðveldað aðgang að ýmsum aðgerðum.

2. Notkun Arion banka hf. á vefkökum

Vefur Arion banka notar bæði vefkökur frá fyrsta og þriðja aðila. Vefkökur frá fyrsta aðila eru vefkökur sem senda eingöngu upplýsingar til bankans. Vefkökur frá þriðja aðila eru tilkomnar vegna þjónustu sem bankinn notar og senda upplýsingar til vefsvæðis í eigu þriðja aðila. Viðkomandi aðilar kunna einnig að tengja upplýsingar fengnar af vefsvæði bankans við aðrar upplýsingar sem notendur hafa látið þeim í té, eða upplýsingar sem þeir hafa safnað með notkun notenda á þeirra þjónustu.

Þær vefkökur sem vefur bankans notar og í hvaða tilgangi eru eftirfarandi:

Nauðsynlegar vefkökur

Vefkökur sem eru bankanum ómissandi til þess að vefsvæðin virki eins og ætlast er til. Þær gera notenda kleift að flakka á milli vefsíðna í netbankanum án þess að þurfa að skrá sig inn á hverja síðu. Þær aðlaga vefsíðu bankans að snjallsíma notenda.

Bankinn hefur lögmæta hagsmuni af vinnslu persónuupplýsinga um notenda í gegnum nauðsynlegar kökur. Bankinn notar þær einnig til að muna eftir notanda næst þegar hann heimsækir vefinn, s.s. tungumálastillingar og val notanda á vistun kaka á vef hans.

Tölfræðikökur

Bankinn notar tölfræði- og aðlögunarkökur til að greina umferð um vef bankans og safna tölfræðilegum upplýsingum um notkun vefsvæðisins og árangur markaðsherferða.

Upplýsingarnar eru notaðar til að þróa og bæta þjónustu vefsins með því að fá innsýn í notkun og gera leit að tilteknu efni auðveldari. Einnig eru kökurnar nýttar til þess að aðlaga vefsíður og forritað þörfum hvers og eins til að bæta upplifun viðskiptavina

Upplýsingar sem safnað er af þriðja aðila fela ekki í sér viðkvæmar persónuupplýsingar sem gera kleift að bera kennsl á notandann (t.d. nafn, kennitölu eða netfang) og hægt er að slökkva á notkun þeirra í stillingum ef þess er óskað.

Þriðja aðila kökur

Þessar kökur (e. third-party cookies) nota vefljós, pixlamerki og svipaða tækni til að safna og nota ákveðnar upplýsingar um athafnir notenda á netinu, á vefsíðum bankans og/eða öðrum vefjum eða farsímaforritum, til að álykta um áhugamál notenda og birta markvissar auglýsingar.

Bankinn notar slíkar kökur á vef sínum (m.a. frá Google og Facebook). Kökur þriðja aðila gera það að verkum að þessir aðilar geta þekkt tæki aftur þegar notandi heimsækir vefsvæðið og jafnvel önnur vefsvæði. Þessar kökur eru notaðar til þess að gera auglýsingar meira viðeigandi fyrir notenda út frá ályktuðum áhugamálum þeirra.

Kökur frá þriðja aðila safna einnig upplýsingum um heimsóknir viðskiptavina á vefi bankans til að fylgjast með árangri auglýsinga og markaðsstarfsemi þeirra á netinu (til dæmis hversu oft notandi smellir á auglýsingu okkar). Upplýsingar sem safnað er af þriðja aðila fela ekki í sér persónulegar upplýsingar sem gera kleift að bera kennsl á notandann. Á grundvelli þess áskilur Arion banki sér rétt til að birta notendum auglýsingar í gegnum endurmarkaðssetningarkerfi Facebook og Google. Þeir sem ekki vilja sjá slíkar auglýsingar geta slökkt á notkun á kökum.

3. Slökkva á notkun á vefkökum

Notendur geta og er ávallt heimilt að stilla vefvafra sína þannig að notkun á kökum er hætt, þannig að þær vistast ekki eða vefvafrinn biður um leyfi notenda fyrst. Slíkar breytingar geta dregið úr aðgengi að tilteknum síðum á vefsvæðinu eða vefsvæðinu í heild sinni.

Breyta stillingum á kökum

Á vefsíðum þriðja aðila, líkt og Google Analytics og Facebook, má finna nánari upplýsingar um hvernig má slökkva á notkun á kökum í stillingum (e. opt out). Auk þess að hafna kökum geta notendur sett upp afþökkunarviðbótina frá Google Analytics í vafranum, sem kemur í veg fyrir að Google Analytics geti safnað upplýsingum um heimsóknir þínar á vefsvæði.

4. Hversu lengi eru vefkökur á tölvum/snjalltækjum notenda?

Vefkökur eru misjafnar að eðli. Sumar eru lotuvefkökur og eyðast þegar vafranum er lokað. Aðrar vefkökur eru geymdar í tölvum notenda í þann tíma sem er nauðsynlegur bankanum að varðveita vefkökuna en þó að hámarki í 24 mánuði frá því að notandi heimsóttir síðast vefsíðu Arion banka hf. nema notandi hafi eytt henni.

5. Meðferð Arion banka á persónuupplýsingum

Á vefsíðu Arion banka, arionbanki.is/personuvernd, má finna persónuverndaryfirlýsingu bankans sem veitir upplýsingar um persónuvernd í störfum bankans. Allar persónuupplýsingar sem kunna að verða til við notkun á vefkökum verða meðhöndlaðar og unnið með í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuververnd og vinnslu persónuupplýsinga. Arion banki lýsir því yfir að ekki verði unnið með slíkar upplýsingar í öðrum tilgangi en að ofan greinir og upplýsingarnar verði ekki varðveittar lengur en þörf krefur miðað við tilgang vinnslu. Persónuupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila nema lög kveði á um annað.