Yfirlit sjóða
Yfirlit yfir alla sjóði sem eru í boði og nánari upplýsingar um þá, þar á meðal lykilupplýsingar og útboðslýsingar. Jafnframt er að finna ávöxtun þeirra til langs- og skamms tíma.
Reglulegur sparnaður
Veittur er 50% afsláttur af upphafsþóknun og 100% afsláttur af afgreiðslugjaldi í reglulegum sparnaði í sjóðum.
Hvernig getum við aðstoðað þig?
Viðskipti með sjóði
Þú getur gengið frá viðskiptum í netbankanum. Veittu er 25% afsláttur af gengismun við kaup í sjóðum í netbankanum.
Fylgstu með í netbankanum
Í netbanka Arion banka er hægt að eiga viðskipti með sjóði hvenær sem þér hentar. Þar er jafnframt að finna stöðu og hreyfingar á safninu þínu svo auðvelt er að fylgjast með.
Hvað þarf að gera til að hefja sjóðaviðskipti?
Til að geta átt viðskipti með sjóði þarf að stofna vörslureikning. Ef þú ert með netbanka Arion banka getur þú sótt um vörslureikning í netbankanum.Við mælum með að þú kynnir þér eftirfarandi:
Fjárfestir A sem ætlar að ávaxta fjármagn í skamman tíma myndi velja sjóð með stuttan meðallíftíma og litlar gengissveiflur til að draga úr líkum á að tap verði á fjárfestingunni vegna neikvæðra skammtíma gengissveifla.
Fjárfestir B gæti haft meira áhættuþol vegna þess að hann hyggst fjárfesta til lengri tíma. Slíkur fjárfestir gæti frekar kosið að fjárfesta í sjóði sem hefur meiri gengissveiflur og tilheyrandi áhættu í von um hærri ávöxtun í lok fjárfestingartímans. Mikilvægt er því að hafa í huga að almennt jafnast skammtímasveiflur út til lengri tíma litið og áhættusamt er að kaupa til skamms tíma í sjóði sem fjárfestir í löngum skuldabréfum eða hlutabréfum fremur en að kaupa til lengri tíma í sama sjóði. Þannig samræmast mismunandi fjárfestingastefnur sjóða mismunandi tímalengdum fjárfestinga og mikilvægt að fjárfest sé í þeim afurðum sem samræmast þörfum viðkomandi fjárfestis.
Spurt og svarað
Hvernig framkvæmi ég millifærslu af vörslureikningi yfir á annan reikning í minni eigu?
Af hverju eru skuldabréfasjóðir skilgreindir í skammtíma- eða langtímasjóði?
Hvað er verðbréfasafn?
Hvaða sjóður hentar mér best?
Er einhver lágmarksupphæð til að kaupa í sjóðum?
Er ég bundin(n) inni með fjármunina með því að fjárfesta í sjóðum?
Hvernig ávaxtast eignin mín?
Hvaða kostnaður fylgir viðskiptum í sjóði?
Hvernig fæ ég hæstu ávöxtun?
Hvað er verðbréfasjóður?
Hvað er átt við með kvarðanum áhættuþóknun?
Hvað er Stefnir?
Hvað eru viðvarandi gjöld?
Hvað er fjárfestingarsjóður?
Hvað er áhætta?
Vörsluþóknun
Hvað þarf ég að hafa í huga áður en ég tek ákvörðun?
Almennur fyrirvari vegna fjárfestinga í sjóðum
Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Vakin er athygli á að ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts.Í útboðslýsingu og lykilupplýsingum verðbréfa- og fjárfestingarsjóða er að finna nánari upplýsingar um viðkomandi sjóð, m.a. um áhættu og hvort umræddur sjóður telst verðbréfasjóður eða fjárfestingarsjóður. Varðandi þá sjóði sem er að finna á vefsíðu bankans undir yfirliti sjóða þá má nálgast útboðslýsingu, lykilupplýsingar o.fl. vegna viðkomandi sjóðs með því að smella á heiti sjóðs. Jafnframt er hægt að nálgast framangreind gögn í útibúum bankans. Upplýsingar þær sem hér koma fram eru einungis veittar í upplýsingaskyni og þær ber ekki að skoða sem tilboð á einn eða annan hátt og ekki skal líta á efnið sem ráðgjöf um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga.
Arion banki er helsti söluaðili sjóða Stefnis hf. sem er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki skv. lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Stefnir hf. rekur verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði skv. lögum nr. 128/2011. Stefnir hf. er dótturfélag Arion banka.
Upplýsingar þær sem hér koma fram byggja á heimildum sem taldar eru áreiðanlegar en ekki er hægt að ábyrgjast að þær séu réttar. Áskilinn er réttur til leiðréttinga. Arion banki eða starfsmenn bankans bera enga ábyrgð á ákvörðunum eða viðskiptum sem aðilar kunna að eiga í ljósi þeirra upplýsinga sem hér koma fram.