Það er auðvelt að skipta á milli notenda í Arion appinu

 Til að geta skipta á milli notenda þarf fyrst að bæta við notanda:

  • iPhone: Undir “Meira/Stillingar” er farið inn á “Innskráður notandi” og þar inni er valið að bæta við notanda. Þar er skráður inn nýr notandi með rafrænum skilríkjum.
  • Android: Undir “Meira/Stillingar” er valið neðst í listanum “Bæta við notanda” og þar er skráður inn nýr notandi með rafrænum skilríkjum.

Þegar búið er að skrá notandann inn í fyrsta skipti birtist tákn uppi í hægra horni appsins þar sem hægt er með einum smelli að skipta á milli notenda.

  

Í Arion appinu getur þú meðal annars:

Skipt milli fyrirtækisins og þinna fjármála

Þú getur skoðað bæði reikninga fyrirtækisins og þína eigin í appinu.

Haft yfirsýn yfir
ógreidda reikninga

Þú hefur góða yfirsýn yfir alla ógreidda reikninga fyrirtækisins.

Fundið PIN númerið á kortinu

Hver hefur ekki lent í því að gleyma PIN númerinu? Þú finnur öll PIN númer í appinu.

Skoðað
rafræn skjöl

Í rafrænum skjölum í appinu geymir þú öll skjölin á einum stað.

Millifært
á eigin reikninga og aðra


Þú getur millifært milli reikninga.

Fylgst með stöðu reikninga


Auðvelt er að fylgjast með stöðu reikninga.

Fylgst með stöðu kreditkorta


Þú getur séð raunstöðu korta í appinu.

Fylgst með stöðu verðbréfa


Þú getur séð stöðuna á verðbréfasöfnum.

Notendum finnst Arion appið vera besta bankaappið.

Besta bankaappið

Kannanir MMR (maí 2019) hafa sýnt og staðfesta að Arion appið er besta íslenska bankaappið að mati notenda. Það gleður okkur sérstaklega að appið okkar er líka talið það besta af viðskiptavinum annarra banka. 

Við leggjum mikinn metnað í að þróa appið áfram og bætum reglulega við aðgerðum.

Að virkja appið

Það er auðvelt að setja appið upp á símann þinn. Hér getur þú fundið leiðbeiningar, ásamt upplýsingum um öryggismál, persónuverndarstefnu og skilmála appsins.

Skoða leiðbeiningar

Spurt og svarað