Græn fyrirtækjalán

Arion banki býður upp á grænar lánveitingar til fyrirtækja í samræmi við græna fjármálaumgjörð bankans. Þau fyrirtæki sem uppfylla skilyrði grænna lánveitinga eru skoðuð sérstaklega og bera að jafnaði lægri fjármögnunarkostnað. Til þeirra eru gerðar ríkari kröfur um frammistöðu hvað varðar ófjárhagslega þætti starfseminnar ásamt ríkari upplýsingaskyldu um ófjárhagslega mælikvarða.

Græn lán eru óháð tegund lánveitinga eða lánstíma. Lánin eru því ýmist til fjárfestinga, kröfufjármögnunar eða rekstrarfjármögnunar í formi veðskuldabréfs, lánssamnings, ádráttasamnings o.s.frv.

Við viljum endilega skoða málin með þér. Hægt er að hafa samband í gegnum netfangið greenfinancing@arionbanki.is.

Lánveitingar til fyrirtækja innan grænu fjármálaumgjarðarinnar falla meðal annars undir eftirfarandi flokka:

Græn lán til fasteignakaupa

Lán til fjármögnunar á atvinnuhúsnæði og/eða íbúðarhúsnæði sem hafa eina af eftirfarandi vottunum:

  • BREEAM Excellent
  • LEED Gold
  • Svansvottun

Lánin geta verið verðtryggð eða óverðtryggð.

Græn framkvæmdafjármögnun

Framkvæmdafjármögnun er lánveiting vegna byggingaframkvæmda fasteigna, sem koma til með að bera eina af eftirfarandi vottunum þegar fullbúin:

  • BREEAM Excellent
  • LEED Gold
  • Svansvottun

Lánin eru ýmist í formi yfirdráttarheimildar eða ádráttarláns og hækka í takt við aukið virði undirliggjandi eigna hverju sinni.

  • Kostnaðarvirði undirliggjandi eignar er endurmetið samhliða hækkunum á lánveitingu.
  • Í stærri verkefnum er gerð krafa um mat á kostnaðarvirði frá utanaðkomandi fagaðila.

Græn lóðafjármögnun

Lánveiting vegna lóðakaupa og/eða endurfjármögnunar þar sem undirliggjandi lóð og/eða fyrirhuguð bygging hefur eftirfarandi vottanir:

  • BREEAM Excellent
  • LEED Gold
  • Svansvottun

Í stærri verkefnum er gerð krafa um mat á kostnaðarvirði frá utanaðkomandi fagaðila.

Grænar endurbætur fasteigna

Lánveiting vegna framkvæmda á fasteignum sem leiða til orkusparnaðar um að lágmarki 30%.

Sjálfbærar veiðar

Lán til sjávarútvegsfyrirtækja þar sem yfir 90% af rekstrartekjum félagsins má rekja til sölu á vottaðri fiskiafurð (MSc eða ASc).

  • Þörf á uppfærðum tölum árlega.
  • Þegar um er að ræða fiskeldi er fóðurstefna skoðuð sérstaklega.
  • Lán vegna rafvæðingar hafna og orkuskipta í sjávarútvegi.

ATH. Bein fjármögnun í tæki og búnaði sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti eru útilokuð, t.d. bein fjármögnun fiskiskipa.

Orkunýting og sparnaður

Lán til fjárfestinga eða framkvæmda á þegar byggðum mannvirkjum, innviðum og tækjum sem draga úr orkunotkun.

  • Aðeins ferli sem byggja ekki á jarðefnaeldsneyti koma til greina
  • Hvert verkefni metið sérstaklega.
    • Fyrir hvert verkefni þarf samdráttur í orkunotkun að nema > 30%.
    • Gagnaver með PUE < 1,25.

Mengunarvarnir og fráveitustjórnun

Lán til fyrirtækja sem uppfylla að lágmarki eitt af eftirfarandi:

  • Úrgangsstjórnun og flokkun sorps.
  • Varnir og stýring til að draga úr mengun í sjó.
  • Sjálfbær fráveitustjórnun.

Endurnýjanleg orka

Lán til fjárfestinga eða framkvæmda á innviðum, mannvirkjum og tækjum til framleiðslu á endurnýjanlegum orkugjöfum.

Tegundir aflgjafa eru t.d. jarðvarmi og vatnafls-, vind- eða sólarorka. Metangasframleiðsla með Svansvottun.

  • Þröskuldurinn er 100g CO2e / kWh og fer niður í 0g CO2e/kWh árið 2050 fyrir allar tegundir af orkuframleiðslu.

Sjálfbær landbúnaður og skógrækt

Ætluð bændum og/eða jarðeigendum sem koma að landbúnaði og/eða skógrækt með einum eða öðrum hætti.

Skilyrði ýmist:

  • Aðgerðir sem draga úr losun gróðurhúsaloftegunda um > 30%
  • Sjálfbær skógrækt og vottuð verkefni á sviði skógræktar.
    • FSC
    • PEFC
    • Verra VCS
    • Gold Standard