Gjafakort henta við öll tækifæri

Viðskiptavinum Arion banka bjóðast þrjár leiðir til að kaupa gjafakort.

  • Panta gjafakort án inneignar og fá send heim. Þú millifærir svo upphæð gjafar inn á gjafakortin í netbankanum.
  • Kaupa kort í gjafakortavél á sjálfsafgreiðslusvæði við útibú Arion banka á Smáratorgi. Opið allan sólarhringinn.
  • Panta gjafakort með inneign og sækja þau í útibú eða koma í útibú og kaupa gjafakort.

Kortunum fylgir ekki PIN númer* en þau virka að öðru leyti eins og fyrirfram greidd kort. Hámarksupphæð gjafakorta er 200.000 kr.

Með gjafakortum Arion banka getur þú verslað á netinu* jafnt sem í verslunum, tengt gjafakortið við Apple Pay og Google Pay og borgað með símanum og úrinu.

Gjafakort kostar 520 kr. en einstaklingar og fyrirtæki í Vildarþjónustu Arion banka borga 290 kr. 

* Athugið að ekki er hægt að nota kortið þar sem PIN númers eða auðkenningar korthafa er krafist og að erlendar færslur geta ekki verið hærri en 97% af innstæðu gjafakorts.

 Skilmálar
 
Athuga stöðu VISA gjafakorts*

Upplýsingar um stöðu og færslur eru sóttar beint til Valitor.

* Eingöngu hægt að framkvæma frá íslenskum IP tölum. Viðskiptavinir erlendis geta fengið uppgefna stöðu kortsins með því að hafa samband við þjónustuver Arion banka.

 

Hvar er hægt að kaupa gjafakort?

Panta gjafakort og fá heimsent

Með því að fylla út formið hérna fyrir neðan getur þú pantað gjafakort Arion banka og fengið þau heimsend.

Gegnum Netbanka Arion banka getur þú svo millifært þá upphæð sem þú vilt á hvert gjafakort. Gott er að hafa í huga að einungis er hægt að millifæra einu sinni á hvert kort, sjá leiðbeiningar.

Hvert gjafakort kostar 520 kr. en einstaklingar og fyrirtæki í Vildarþjónustu Arion banka greiða 290 kr. fyrir kortið. Viðskiptavinir leggja inn fyrir gjafakortunum ásamt póstburðargjaldi í samræmi við fjölda korta. Allt að 15 gjafakort fara í hvert umslag. 

Gjald fyrir póstsendingu

Fjöldi korta  Póstburðargjald
 1 kort  230 kr.
 2-3 kort  270 kr.
 4-8 kort  295 kr.
 9-15 kort  370 kr.
 

Panta gjafakort

Gjafakortavél við útibú Arion banka á Smáratorgi

Við útibú Arion banka á Smáratorgi er sjálfsafgreiðsluvél með gjafakort sem er opin allan sólarhringinn.

Hámarksupphæð á kort er 200.000 kr.

Panta gjafakort og sækja í útibú

Ef þú ert að kaupa mörg gjafakort getur þú sent inn pöntun. Við útbúum kortin, setjum inn þá inneign sem óskað er eftir og höfum samband þegar þau eru tilbúin.  

Gjafakort Arion banka eru eingöngu seld viðskiptavinum bankans og þurfa þeir að hafa svarað áreiðanleikakönnun bankans.

+-
Sækja í útibú *

 
Virkjaðu gjafakortið í Apple Wallet

Þú getur virkjað gjafakortið inn í Apple Wallet með því að annað hvort slá inn kortnúmerið og gildistímann eða taka mynd af kortinu og slá svo inn cvv kóðann sem er aftan á kortinu.

Að leggja inn á heimsent gjafakort

  1. Opnaðu netbankann.
  2. Undir greiðslur í valmynd veldu Greiða inn á kreditkort.
  3. Veldu úttektarreikning sem taka á upphæðina út af og skráðu inn leyninúmer reikningsins.
  4. Í fellivalmynd undir kreditkort velur þú Slá inn kortanúmer. Sláðu inn upphæðina sem leggja á inn á kortið og kortanúmerið á gjafakortinu (16 tölustafir).
  5. Að lokum slærðu inn kennitölu gjafakortadeildar Arion banka sem er 521107-9950.
  6. Ýttu á Áfram, farðu yfir upplýsingar og staðfestu innlögn með því að ýta á Staðfesta.
  7. Mundu að skrifa upphæðina sem þú lagðir inn á umbúðir gjafakortsins. 

Opna netbanka

 

Spurt og svarað