Gjafakort henta við öll tækifæri

Hægt er að kaupa gjafakortin í öllum útibúum bankans sem veita gjaldkeraþjónustu auk útibúsins í Vesturbæ. Í Kringlunni er hægt að kaupa kort í sérstakri gjafakortavél. Gjafakortin eru tilbúin til notkunar við afhendingu og er hægt að nota í öllum verslunum sem taka VISA greiðslukort.* 

Kortunum fylgir ekki PIN númer en þau virka að öðru leyti eins og fyrirfram greidd kort. Upphæð gjafakorta getur verið á bilinu 2.000 - 200.000 kr.

Með gjafakortum Arion banka getur þú verslað á netinu, tengt gjafakortið við Apple Pay eða borgað með úrinu.

Gjafakort kostar 520 kr. en einstaklingar og fyrirtæki í Vildarþjónustu Arion banka borga 290 kr. 

* Athugið að erlendar færslur geta ekki verið hærri en 97% af innstæðu gjafakorts.

Handhafar MasterCard gjafakorta Arion banka, sem runnu út 2014 og 2015, hafi samband við Arion banka til að kanna stöðu kortsins

Skilmálar


Virkjaðu gjafakortið í Apple Wallet

Þú getur virkjað gjafakortið inn í Apple Wallet með því að annað hvort slá inn kortnúmerið og gildistímann eða taka mynd af kortinu og slá svo inn cvv kóðann sem er aftan á kortinu.

Athuga stöðu VISA gjafakorts

Upplýsingar um stöðu og færslur eru sóttar beint til Valitor. 

Panta gjafakort

Ef þú ert að kaupa mörg gjafakort getur þú sent inn pöntun. Við útbúum kortin og höfum samband þegar þau eru tilbúin.

+-
Sækja í útibú *

Spurt og svarað