Gjafakort Arion
passar fyrir alla
Gjafakortið okkar er alltaf rétta gjöfin, þar sem þú velur upphæðina og viðtakandi velur gjöfina.
Panta gjafakort og fá heimsent
Með því að fylla út formið hérna fyrir neðan getur þú pantað gjafakort Arion og fengið þau heimsend.
Gegnum Netbanka Arion getur þú svo millifært þá upphæð sem þú vilt á hvert gjafakort. Gott er að hafa í huga að einungis er hægt að millifæra einu sinni á hvert kort, sjá leiðbeiningar. Athugið að hámarksinnlögn á hvert gjafakort er 200.000 kr.
Gjafakort eru eingöngu seld viðskiptavinum Arion banka og kosta hvert kort 290 kr. Viðskiptavinir leggja inn fyrir gjafakortunum ásamt póstburðargjaldi í samræmi við fjölda korta. Allt að 15 gjafakort fara í hvert umslag.
Við vekjum athygli á að það er mat Skattsins að gjafakort sem vinnuveitendur gefa starfsfólki sínu að gjöf, og hægt er að umbreyta beint í peninga, t.d. bankagjafakort, teljast til skattskyldra tekna hjá viðtakanda gjafakortanna.
Gjald fyrir póstsendingu
Fjöldi korta | Póstburðargjald |
---|---|
1 kort | 230 kr. |
2-3 kort | 270 kr. |
4-8 kort | 295 kr. |
9-15 kort | 370 kr. |
Að leggja inn á heimsent gjafakort
- Opnaðu netbankann.
- Undir greiðslur í valmynd veldu Greiða inn á kreditkort.
- Veldu úttektarreikning sem taka á upphæðina út af og skráðu inn leyninúmer reikningsins.
- Í fellivalmynd undir kreditkort velur þú Slá inn kortanúmer. Sláðu inn upphæðina sem leggja á inn á kortið og kortanúmerið á gjafakortinu (16 tölustafir).
- Að lokum slærðu inn kennitölu gjafakortadeildar Arion banka sem er 521107-9950.
- Ýttu á Áfram, farðu yfir upplýsingar og staðfestu innlögn með því að ýta á Staðfesta.
- Mundu að skrifa upphæðina sem þú lagðir inn á umbúðir gjafakortsins.