Besta bankaappið fyrir alla námsmenn

Okkur finnst að allir eigi að geta notað besta bankaapp á Íslandi. Þess vegna er Arion appið nú opið öllum. Hvort sem þú ert í reglulegum viðskiptum við Arion banka eða ekki getur þú sótt appið, stofnað reikninga og byrjað reglulegan sparnað. Þægilegri bankaþjónusta fyrir alla.  

Sækja fyrir iOSSækja fyrir Android

*Samkvæmt Maskínu 2022

  

Bláa kortið fyrir námsmenn

Sérstakir afslættir gilda fyrir handhafa Bláa kortsins en að auki eru korthafar Bláa kortsins sjálfkrafa aðilar að Einkaklúbbnum þeim að kostnaðarlausu. Athugið að framvísa þarf kortinu á sölustað til þess að fá afsláttinn.

Aðrir kostir Bláa kortsins:

  • Árgjald aðalkorts er 4.900 kr. 
  • Vildarþjónusta: 25% afsláttur af árgjaldi
  • Meðal tryggingavernd og hentar vel sem fyrsta kort

Nánar um Bláa kortið

Lán

Við bjóðum námsmönnum nokkrar tegundir lána til þess að aðstoða meðan á námi stendur. 

Námsmenn sem eru að ljúka námi geta sótt um Námslokalán innan eins árs frá útskrift. Hámarksfjárhæð er 3.000.000 kr. með fasteignaveði eða 1.000.000 kr. án trygginga.

Hægt er að velja um verðtryggt eða óverðtryggt lán.

  • Til að létta greiðslubyrði í upphafi þá er mögulegt að velja um að greiða eingöngu vaxtagjalddaga í allt að 24 mánuði frá lántöku.
  • Lánstími stjórnast af veði,verðtryggingu og vaxtagjalddögum.
  • Ekkert uppgreiðslugjald.Lánað er eftir útlánareglum Arion banka. 
Til að sækja um Námslokalán eða til að fá nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við Þjónustuver Arion banka í síma 444-7000 eða senda tölvupóst á arionbanki@arionbanki.is. Einnig er hægt að leita í næsta útibú bankans.
 

Spurt og svarað um lán

Einkaklúbburinn er fyrir alla viðskiptavini

Allir viðskiptavinir Arion banka eru sjálfkrafa aðilar að Einkaklúbbnum þeim að kostnaðarlausu og geta sótt appið í símann sinn.

Í Einkaklúbbsappinu ertu með aðgang að fjölmörgum tilboðum hjá mjög fjölbreyttu úrvali fyrirtækja. Tilboðin eru alltaf aðgengileg í gegnum símann þinn og appið er mjög einfalt í notkun.

Sækja fyrir iOS Sækja fyrir android

 

Viðbótarlífeyrissparnaðurinn
léttir þér íbúðakaupin 

Því fyrr sem þú byrjar með viðbótarlífeyrissparnað því stærri verður sjóðurinn. Nú getur þú ráðstafað allt að 5 milljónum af sparnaðinum skattfrjálst til kaupa á fyrstu íbúð. Það munar um það og það munar líka um mótframlagið frá vinnuveitandanum, sem eru peningar sem þú fengir annars ekki.

Kynntu þér kosti viðbótarlífeyrissparnaðar