Við viljum einfalda námsmönnum lífið

Við vitum að markmið ungs fólks eru ólík en okkar markmið er að einfalda þeim lífið og aðstoða þau við að ná þeim árangri sem þau stefna að.

Við bjóðum upp á fjölbreyttar leiðir til að koma til móts við þeirra þarfir.

Besta bankaappið
sjö ár í röð*

Það er auðvelt að halda utan um fjármálin sín í Arion appinu. Þar geta námsmenn stofnað reikninga, haldið utan um sparnaðinn sinn, sótt um lán, keypt og selt hlutabréf og margt fleira.

Sækja fyrir iOSSækja fyrir Android

*Samkvæmt Maskínu 2023

  

Betri kjör fyrir námsmenn

Hjá okkur greiða viðskiptavinir sem eru 23 ára og yngri engin færslugjöld og ekkert árgjald af debetkortum. Því til viðbótar greiða þeir minna fyrir bíómiða, fá 50% afslátt í sund og sérkjör á æfingakortum hjá World Class með Bláa kortinu.

Nánar um betri kjör fyrir námsmenn
Nánar um Bláa kortið

 

Við hjálpum þér að brúa bilið
meðan á námi stendur

Sérfræðingar okkar taka vel á móti námsmönnum og fara yfir þá lánamöguleika sem eru í boði hverju sinni.

Námslokalán

Ef þú ert að ljúka námi getur þú sótt um Námslokalán innan eins árs frá útskrift.

Nánar um námslokalán

 

 

Hvað segja námsmenn?

Það er aldrei of seint að byrja að spara

Það er gaman að fylgjast með sparnaðinum sínum vaxa og dafna og á sama tíma eiga auðveldara með að láta drauma sína rætast.

Settu þér sparnaðarmarkmið í Arion appinu og byrjaðu að safna strax í dag.

Sjá nánar um sparnaðarreikninga


Njóttu þess að vera í Einkaklúbbnum

Í Einkaklúbbsappinu ertu með aðgang að fjölmörgum tilboðum hjá fjölbreyttu úrvali fyrirtækja. Tilboðin eru bæði einnota og fjölnota og eru þau aðgengileg í símanum þínum, hvar og hvenær sem er.

Nánar um Einkaklúbbinn

Sækja EK appið fyrir iOS Sækja EK appið fyrir android

Léttu þér lífið með viðbótarlífeyrissparnaði

Viðbótarlífeyrissparnaður er einföld og snjöll leið til að auka tekjur þínar og á sama tíma hjálpa þér að spara fyrir framtíðinni.

2% launahækkun

Þú leggur til 2% eða 4% af launum í fjárfestingarleið að eigin vali. Til viðbótar færð þú 2% launahækkun í formi mótframlags frá launagreiðanda þínum.

Skattfrelsi við íbúðakaup

Þú getur nýtt viðbótarllífeyrissparnað til að auðvelda þér íbúðakaupin. Jafnframt getur þú notað hann til að greiða skattfrjálst inn á íbúðalánið þitt.